Siv og Guðmundur ekki sátt
13.4.2011 | 11:08
Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn tók stefnubreytingu í Evrópumálum á flokksþingi sínu síðustu helgi. Það dylst engum.
Það er einnig ljóst að sú stefnubreyting var ekki Siv og Guðmundi að skapi. Hugsanlega er einhver hópur fólks þeim sama sinnis í þessu máli, en stór meirihluti flokksþingsmanna stóð þó að baki tillögunni. Þessi niðurstaða er í samræmi við þann vilja sem flokksmenn um allt land hafa gefið út.
Því er von að spurt sé hvort Siv og Guðmundur eigi lengur samleið með Framsóknarflokknum. Það er að sjálf sögðu þeirra að ákveða hvort þau vilja fylgja flokknum eða vinna gegn honum. Kjósi þau að vinna gegn flokknum er ljóst að þeirra krafta verður ekki vænst innan flokksins. Þar eru félagsmenn sem ráða.
Fyrstu viðbrögð Guðmundar voru þau að segja í sjónvarpi að flokkurinn hefði kúvent og var hann greinilega ekki sáttur. Síðan hefur lítið til hans heyrst og spurning hvort hann ætlar að sættast við þessa niðurstöðu og vinna áfram fyrir flokkinn.
Viðbrögð Sivjar voru hins vegar töluvert grimmari og ljóst að hún er ekki tilbúin að taka tapinu. Viðtal í morgunútvarpinu í gær við hana var stór furðulegt, sérstaklega í ljósi þess að ekki var liðinn nema rétt rúmur sólahringur frá lokum flokksþingsins. Ekki er að sjá að hún muni sættast við niðurstöðu þess og verður þá svo að vera. Það er enginn ómissandi, ekki einu sinni Siv Friðleifsdóttir.
Nú í dag, 13. apríl, mun vantrausttillaga formanns Sjálfstæðisflokksins verða tekin fyrir á þingi. Formaður Framsóknar hefur gefið út að flokkurinn styðji þá tillögu. Samkvæmt stjórnarskrá eru þingmenn ekki bundnir flokk sínum við atkvæðagreiðsli á alþingi, einungis eigin sannfæringu.
Hvernig Siv og Guðmundur greiða þessari tillögu sitt atkvæði, mun sýna hver vilji þeirra er til flokksins og hvort þau ætla að sættast við þá stefnu sem flokkurinn tók á nýafstöðnu flokksþingi.
Þessi atvæðagreiðsla mun verða fyrsti prófsteinninn á hug og vilja þeirra tveggja til Framsóknarflokksins.
Staðreyndin er einföld. Stjórnmálaflokkar eru fyrir fólkið sem kýs þá, ekki fólkið fyrir flokkana. Það er enginn ómissandi í störfum fyrir flokkana. Þeir sem taka að sér að vinna fyrir stjórnmálaflokka eiga og skulu vinna samkvæmt stefnu þeirra, ef fólk treystir sér ekki til þess á það ekki að bjóða sína krafta fram.
Eru Siv og Guðmundur á útleið úr Framsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.