Eginn sáttatónn af hálfu Jóhönnu

Það var sorglegt að hlusta á Jóhönnu í ræðustól alþingis í dag.

Nú þegar ríkisstjórnin hefur fengið rasskellingu þjóðarinnar hefði maður haldið að stjórnvöld leituðu sátta við stjórnarandstöðu, reyndar er lífs nauðsynlegt fyrir þjóðina að hún geri það.

En var sáttatón að heyra í málflutningi Jóhönnu? Ó nei, aldeilis ekki. Hún skammaðist og sýndi hroka sinn sem aldrei fyrr. Þar var engin sáttahönd rétt fram, eða aðstoðar beðið.

Veruleikafyrring blessaðrar konunnar er komin langt útfyrir öll velsæmismörk.

Það er bráð nauðsynlegt að skipta út þessari ríkistjórn. Ekki mun þó vantrausttillaga fella hana. Það er hætt við að stjórnarliðar felli þá tillögu. Það segir þó ekkert um getu ríkisstjórnarinnar.

Geta ríkisstjórnarinnar er ekki metin í því hvort hún geti varist vantrausti, getan er metin út frá því hvort ríkisstjórnin sé starfhæf, hún er metin út frá því hvort stjórnvöldum tekst að koma frá sér málum gegnum þingið.

Ríkisstjórnin ER óstarfhæf og hefur verið svo frá upphafi. Hún hefur ekki komið einu einasta máli gegnum þingið nema með aðstoð stjórnarandstöðuþingmanna. Það leiðir aftur hugann að því hvernig stjórnarandstaðan vinnur á þingi, sem ekki er beinlínis til fyrirmyndar en það er önnur saga.

Rikistjórnin og alþingi hafa ekki lengur traust þjóðarinnar, því á að slíta þingi strax og boða til kosninga!!


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hún er veruleikafirrt, kerlingarálftin. Enda verður pólitíska upplausnin ekki verri en hún er.

Hreinn Sigurðsson, 12.4.2011 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband