Tekinn af allur vafi

Formaður Framsóknarflokksins tekur af allan vafa um samstarf flokksins við núverandi ríkisstjórn. Þar með eru orð Sivjar frá því í morgun ómarktæk, enda hennar persónulega skoðun. Svo virðist sem hún eigi ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum eða flokkurin ekki samleið með henni.

Það var einkum Sigmundur Davíð sem stóð að því fyrir rúmum tveim árum að Framsókn studdi ninnihlutastjórn VG og Samfylkingar. Sett voru nokkur skilyrði fyrir þeim stuðningi en stjórnin braut þau öll. Sigmundur ætlar greinilega ekki að brenna sig á sama eldinum aftur og er það gott.

Hins vegar hefur Sigmundur gefið grænt ljós á einskonar þjóðstjórn allra flokka, til að vinna úr brýnustu málum sem að okkur steðja. Það er engin þörf á slíkri ríkisstjórn.

Fyrir það fyrsta er engin von til að slík stjórn yrði starfhæf, til þess ber of mikið í milli.

Í öðru lagi erum við búin að vera stjórnlaus nú í tvö ár, svo þrír mánuðir í viðbót breyta í sjálfu sér ekki miklu. Því á að rjúfa þing strax og boða til kosninga í sumar. Hver mánuður sem líður, lengir þann tíma sem landið er stjórnlaust og eykur á vandann.

Því er mikilvægt að rjúfa þing sem allra fyrst og efna til kosninga svo hægt verði að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkistjórn sem hefur kjark til að vinna fyrir land og þjóð!


mbl.is „Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er góður pistill hjá þér Gunnar.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2011 kl. 13:21

2 identicon

Utanþingsstjórn þyrfti að koma strax i dag ! þvi kosningar geta ekki orðið með svo stuttum fyrirvara ,en til að stemma stigu við ymsum frumvörum um meiri ólög sem Rikisstjórnin ætlar að troða i gegn fyrir sumarfri  er nauðsynlegt að stoppa hana af núna Og fólk ætti að sameinast i þvi að Byðja forsetann að rjúfa þing ,eins og málin standa núna !

Ransý (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 13:39

3 identicon

http://utanthingsstjorn.is/

a (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:23

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Utanþingsstjórn er aðeins möguleg ef að í henni sitja aðrir en í "innan-þing-stjórn" þar sem að sömu pólitísku línur kæmu strax fram í hópadráttum og hagsmunasölu.

Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband