Össur gapir

Að vera opinn í báða enda er styrkleikamerki þegar um stjórnmálaflokk ræðir. Það sýnir að flokkurinn er víðsýnn og tilbúinn að skoða mál frá fleiri en einni hlið.

Það var hins vegar slæmt fyrir Framsóknarflokkinn að ekki tækist að samþykkja tillöguna um að draga umsóknina til baka, þar skyldu á milli fimm atkvæði, tilagan um að halda áfram viðræðum var hins vegar felld með yfir hundrað atkvæða mun.

Eftir stendur þó afdráttarlaus andstaða Framsóknarflokksins við ESB aðild, að Íslandi sé best borgið utan ESB. Sú afstaða var tekin eftir að málið hafði verið skoðað vel, frá báðum endum. 

Össur þykir slæmt að Framsóknarflokkurinn skuli vera að hverfa til gömlu góðu gildanna. Það er hans skoðun og byggist hún sennilega fyrst og fremst á hræðslu. Að hann sé hræddur við að Framsóknarflokkurinn kunni að vinna á við þessa stefnubreytingu.

Samfylkingin verður seint sökuð um, eða hælt fyrir, að vera opinn í báða enda. Þar ríkir einstefna, einstefna á ESB aðild. Ekkert annað mál er þeim flokki hugleikið og ekkert annað kemst að innan þess flokks. Svo sterk er þessi einstefna flokksins að hann sér ekkert nema það sem hann vill sjá. Rök eða staðreyndir koma þeim flokki ekki við, einungis sú einstefna sem ákveðin var á upphafsdögum hans. Því mun Samfylkingin smá saman lognast útaf eftir því sem kjósendur þess flokks gera sér betur grein fyrir því feigðarflani sem hann er að leiða þjóðina í. Akkilesarhæll Samfylkingar er skortur á víðsýni og mun það að lokum verða flokknum að falli.

Össur má gapa, en þjóðin er skynsamari en svo að hún taki mark á honum.


mbl.is Opinn í báða enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband