Að leita í tómum mal

Jóhanna ætlar að meta styrk ríkisstjórnarinnar. Veruleikafyrring hennar ætlar engan endi að taka.

Styrkur ríkisstjórnarinnar er enginn og hefur svo verið frá fyrsta degi. Því er eins og hún ætli að leita í tómum mal, til að sjá hvort einhver brauðmoli leynist þar enn. Hún gleymir þeirri staðreynd að malinn fór hún með tóman að heimann svo varla er nokkuð þar að finna nú!

Sú gerræðisákvörðun Jóhönnu að krefjast aðildarumsóknar við myndun þessarar ríkisstjórnar klauf þingflokk samstarfsflokksins. Því varð þessi ákvörðun Jóhönnu til þess að ríkisstjórnin var andvana fædd. Störf og gerð stjórnarinnar sanna það svo ekki verður um villst.

Ekkert einasta stórmál hefur stjórnin getað komið gegn um þingið nema með aðstoð stjórnarandstöðu. Tvisvar hefur þjóðin rekið stjórnina til baka með sínar ákvarðanir. Ráðherrar vinna hver gegn öðrum, bæði í ESB málinu og ekki síður atvinnumálum, þar sem einn ráðherra vinur hörðum höndum að uppbyggingu meðan annar veltir hverjum steininum af öðrum í götuna og stuðlar að enn meiri hörmungum fyrir þjóðina

Þá eru ótalin þau afskipti sem dómsvaldið hefur þurft að gera, bæði við ríkistjórnina í heild sinni sem og við einstaka ráðherra. Þeim afkiptum dómsvaldsins hefur ýmist verið svarað með krókaleiðum fram hjá dómsvaldinu eða beinlínis sagt að pólitísk sannfæring sé lögum æðri!!

 Sú staðreynd að þessi "tæra vinstristjórn" skuli hafa sett sig á bekk með auðvaldinu er útaf fyrir sig sérstakt rannsóknarefni. Sú skjalborg sem slá átti um heimilin og þá sem minna meiga sín, var notuð til annars, hún var notuð utanum auðvaldið. Nokkuð sérstakt að flokkum sem segjast vera flokkar fólksins, segjast vera flokkar þeirra sem minna meiga sín. Það er hins vegar ekkert sérstakt ef saga heimsins er skoðuð, þar sést hvernig "tærum vinstristjórnum" hefur vegnað og hvaða stjórnunarstíl þær nota!

Jóhanna ætlar að meta styrk ríkisstjórnarinnar, það gerir hún væntanlega með því að kanna hvort stjórnin getur varist vantrausti. Þetta er auðvitað barnalegt!

Þó ríkistjórnin geti varist vantrausttillögu segir það ekkert um styrk hennar, styrkurinn mælist í getu til að stjórna landinu og þann styrk hefur ríkistjórnin ekki og hefur aldrei haft!!


mbl.is Styrkur ríkisstjórnar metinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband