Það þarf vissulega kjark !!
7.4.2011 | 16:00
Það er rétt hjá Jóhönnu, menn verða að hafa kjark, kjark til að standa á rétti sínum!
Það þarf ekki kjark til að leggjast niður fyrir kúgurum sínum. Það þarf ekki kjark til að gefast upp og láta óréttlæti yfir sig ganga.
En það þarf kjark til að standa á rétti sínum. Það þarf kjark til að standa upp aftur, eftir að hafa verið sleginn niður!
Fyrir nokkrum dögum sagði Jóhanna á þingi að orðið stjórnleysi væri ekki til í orðbók ríkisstjórnarinnar. Það er orðið kjarkur greinilega ekki heldur, að minnsta kosti virðist það orð nokkuð framandi fyrir Jóhönnu og greinilegt að hún þekkir ekki merkingu þess!
Allar athafnir ríkisstjórnarinnar í þessu máli eru litaðar af kjarkleysi, því er nú komið sem komið er. Og þjóðin stendur frammi fyrir því að kjósa um lög sem heimila stjórnvöldum að leggja ótilgreindar klafir á herðar landsmanna til allt að 35 ára!!
Segjum NEI við icesave!
Menn verða að hafa kjark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
NEI við ICESAVE kúgunarsamningnum og NEI við ICESAVE-STJÓRNINNI.
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 7.4.2011 kl. 17:45
Ekki blanda saman....
Það er fræðilegur möguleiki að IceSave gangi upp.
Það er aftur á móti ekki fræðilegur möguleiki lengur að ríkisstjórnin fari neitt nema í gröfina
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.