Trú JÁ sinna er mikil á getu Seðlabanka Íslands !
7.4.2011 | 13:19
Í síðdegisútvarpinu í gær, 6. apríl, var rætt um icesave. Meðal þeirra sem komu í viðtal var Friðrik Már, talsmaður áfram hópsins.
Einn hlustandi spurði hann þeirra spurninga hvaða áhrif það hefði á eignasafn þrotabús Landsbankans að gengi milli evru og dollars væri að sveiflast.
Friðrik taldi þetta ekki mikið vandamál, þar sem Seðlabanki Íslands gæti hæglega stjórnað genginu með kaupum eða sölu á gjaldeyri.
Mikil er trú Friðriks á Seðlabankanum, ef hann virkilega telur að bankinn geti stjórnað gengi dollars gagnvart evru!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.