Skrípaleikur
6.4.2011 | 15:26
Það er ekki eitt heldur allt sem þessi verður þessari blessaðri ríkisstjórn til ósóma.
Það er sett stjórnlagaráð, mannað af fólki sem kosið var í ólöglegri kosningu og ekkert vitað hvort það séu raunverulega réttkosið.
Þar við bætist að stjórnlaganefnd undir forustu Guðrúnar Pétursdóttur afhendir þessu óráði 700 blaðsíðna bækling um hvernig ný stjórnarskrá skal líta út og hvað skal koma þar fram.
Og Ómar stjórnar bara fjöldasöng!!
Ofan á þetta kemur svo sú staðreynd að einn frambjóðandi til stjórnlagaþings hafði lagt fram kæru til Hæstaréttar um endurkosningu. Sú kæra lá fyrir réttinum áður en þetta óráð var samþykkt af alþingi. Sú kæra hlýtur að verða tekin fyrir og afgreidd af Hæstarétti. Hvað ætla stjórnvöld að gera ef Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að kjósa beri aftur? Hvað verður þá um óráðsfólkið? Mun ríkisstjórnin þá bara svara Hæstarétti á sama hátt og síðast, með því að hundsa úrskurð hans?
Hafi meiningin verið að breytingar á stjórnarskrá væri gerðar af fólkinu fyrir fólkið, í sátt við landsmenn, eins og okkur var talin trú um fyrir kosninguna til stjórnlagaþings, hefur sú meining algerlega misst gildi sitt.
Hvað sem kemur frá þessu óráði, hvort sem það verður samkvæmt leiðbeiningum Guðrúnar Pétursdóttur eða hvort Þorvaldur Gylfason kemur sinni stjórnarskrá að, munu verða deilur um niðurstöðuna, miklar deilur.
Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að þetta óráð mun einungis geta lagt fram leiðbeiningar til alþingis, þó sumir þeirra sem þarna sitja, án umboðs, telji sig vera yfir alþingi setta og vilji að þeirra niðurstaða verði bindandi fyrir þingið.
Það vill nefnilega svo undarlega til að það er enn í gildi stjórnarskrá, þó stjórnvöld eigi erfitt með að fylgja henni eftir! Sú stjórnarskrá mun gilda þar til ný hefur verið samþykkt af þinginu, kosið nýtt þing og það hefur einnig samþykkt þá nýju stjórnarskrá.
Þangað til verða allir að fylgja þeirri sem nú er í gildi, sama hversu erfitt þeim þykir það og jafnvel þó þeir titli sig stjórnlagaráðsmenn. Þar sitja þeir ekki í umboði þjóðarinnar!!
Stjórnlagaráð sett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála ..
Hvernig getur hámenntamaður eins og Guðrún fullyrt það að stjórnlagaráð sitji þarna í umboði og með atkvæði meirihluta þjóðarinnar. Þetta er eitthvað brenglað að halda þessu fram ..
GAZZI11, 6.4.2011 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.