Virðing er einungis áunnin

Jón Gnarr hélt grimma ræðu á borgarstjórnarfundi í gær, þar ásakaði hann þá sem ekki vilja fylgja honum að málum, um að hafa beytt pólitísku ofbeldi og notað Davíð Oddson og Agnesi Bragadóttur sér til hjálpar í því ofbeldi.

Það er annars merkilegt hvað vinstrisinnar eru hræddir við Davíð Oddson og ofmeta vald hanns, en það er önnur saga.

Jón sagði að vegið væri að æru sinni. Hvað hélt hann að hann væri að fara út í þegar hann bauð sig fram í pólitík? Það vita allir að stjórnmálamenn eru milli tanna á fólki, það er eðlilegt þar sem þeir taka ákvarðanir. Þegar óvinsælar ákvarðanir eru teknar, er ráðist á stjórnmálamennina. Þegar þær ákvarðanir eru teknar einhliða, verða þessar árásir enn sterkari. Ef Jón getur ekki tekist á við ákvarðanatökur með fólki og þolir ekki mótlætið, á hann að leita sér að annari vinnu, eða fara yfir í gömlu vinnuna, þar sem allir hlógu að honum, sama hvert bullið var.

Skemmtanabransi og pólitík eru tveir andstæðir pólar. Einstaka skemmtikrafti hefur þó tekist að fara þar á milli, en þá hafa þeir skilið skemmtanabransann eftir og snúið sér alfarið að pólitíkinni. Oftar en ekki hafa þessir stjórnmálamenn verið farsælir.

Því miður er nokkuð langt í að Jóni takist þetta. Hann lifir í þeim heimi að hægt sé að sameina þessa tvo andstæðu póla. Það segir kannski meira um gáfnafar mannsins en nokkuð annað.

Varðandi æruna sem Jóni er svo vænt um, skal honum bennt á að fólk vinnur sér virðingu. Hún verður ekki keypt og kemur alls ekki með kosningu. Jón átti til nokkra æru í því starfi sem hann var í áður, skemmtikraftur, og jafnvel sumir sem báru virðingu fyrir honum þar.

Þegar hann tók við sem borgarstjóri var hann óskrifað blað á þeim vettvangi. Það var hans að skrifa á blaðið og það hefur hann vissulega gert. Fæst af því hefur þó verið til þess fallið að byggja upp virðingu fyrir honum og ræður hans í gær gerðu útslagið með að það muni takast hjá honum.

Því hefur Jón Gnarr engri æru að tapa á vettvangi stjórnmála eða í stól borgarstjóra.

 


mbl.is Tekist á um skólamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóni Gnarr hefur gengið nokkuð bærilega að skaða sjálfan sig og það alveg hjálparlaust.

Ég var á því fyrst að honum yrði gefin séns að sanna sig, það hefur honum tekist, því fullreynt má telja að hann verði aldrei annað en trúður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband