Lífsþor
5.4.2011 | 17:34
Hér er erindi úr ljóðinu Lífsþor eftir Árna Grétar Finnson:
Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, þegar aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðum,
manndóm til að hafa eigin skoðun.
Þetta erindi flutti einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðslu á lögum vegna icesave II og hafnaði þeim. Þessi þingmaður heitir Jón Gunnarsson.
Ekki hefur Jón þó lagt þetta erindi á minni sitt, að minnsta kosti greiddi hann lögum vegna icesave III sitt atkvæði, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Það fór ekki mikið fyrir kjarki, sjálfstraust, djörfung eða manndóm hjá Jóni við þá atkvæðagreiðslu!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.