Smáplástrar ríkisstjórnarinnar
5.4.2011 | 17:03
Enn eitt leikrit ríkisstjórnarinnar lítur nú dagsins ljós.
Nú er spilað með íbúa Vestfjarða. Lagður er fram listi upp á 16 atriði sem sögð eru kosta 5,4 milljarða, ekkert segir hversu mörg störf fást, skiptingu þeirra eftir kyni né hversu lengi þessi aðstoð mun hjálpa.
Af þessum 5,4 milljörðum er þó 4,3 milljarðar vegna tveggja síðustu atriðanna, snjóflóðavarna og vegabóta. Þessar framkvæmdir eru vissulega þarfar. Það skal þó ekki gleima þeirri staðreynd að þarna er ríkistjórnin aðeins að skila aftur örlitlu broti af því sem áætlað hafði verið. Að skila til baka hluta þess sem tekið hafði verið.
1,1 milljarður fer í hin 14 atriði "aðstoðarinnar". Þeir þættir eru mismunandi en þó er erfitt að sjá að mörg störf gefist, sum atriðin gefa einungis af sér eitt til tvö störf. Þarna er farið á flug í orðagjálfri og skrúðmælgi, en innihaldið kannski ekki eins mikið.
Fljótt á litið virðist þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar vera eins og allt annað sem frá henni kemur, smáplástralækning. Það er lofað að skila hluta af því sem tekið hafði verið, einfaldlega vegna þess að ekki verður komist hjá þeim framkvæmdum og síðan bætt einhverri froðu við til að slá ryki í augu fólks.
5,4 milljarðar til Vestfjarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyrðu góði, þetta er bara miklu meira en nóg fyrir Vestfirðinga. Gerir þú þér grein fyrir því að þarna er verið að moka milljörðum i nokkrar hræður? Þetta er yfir milljón á mann þarna, ég vildi að við á suðvesturhorninu fengjum framkvæmdir fyrir milljón á mann.
Óskar, 5.4.2011 kl. 17:25
Sæll Gunnar. Ég segi nú eins og nútímafólkið: ég kaupi ekki þessa skýringu fjölmiðilsins pólitíska!
Það var ekki minnst einu orði á auknar fiskveiðiheimildir í þessari bjargráðasjóðs-frétt pólitísku fjölmiðlanna? Hvers vegna ekki?
Ég veit hvers vegna, en það er brýn nauðsyn að aðrir landsmenn skilji hvers vegna almenningi er neitað um réttátar staðreyndir mála í stríðs-Íslandinu fjölmiðlalausa!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2011 kl. 17:32
Gunnar: Flest af þessu var fyrir fram planað og er ekkert nýtt, það hefur verið stefnt að því að nýta þessa peninga sem eru í ofanfljóðasjóðinum þarna síðan 2008 og reyndar fyrr. Einnig áttu allar samgunguæðar að vera malbikaðar fyrir 1977 í einu loforði þessara manna. Svo má ekki gleyma því að allir þingflokkar komu sér saman um að hafa tvenn göng í framkvæmd á hverjum tíma, þar af ein á vestfjörðunum. Man nú ekki til þess að það sé nokkur göng í byggingu, það er ekki enn búið að malbika hringveiginn, hvað þá mikilvægustu stofnbrautirnar.
Óskar, ef Reykvíkingar geta skilað jafn miklum tekjum í þjóðarbúið og hver vestfirðingur gerir(krónur og gjaldeyrir), þá held ég að það sé sjálfsagt en þangað til...
Annað óskar, Í Reykjarvík eru engir malarvegir, engin snjófljóðahætta, engir fjallvegir og næstum enginn ofankoma(að undan skeftri rigningunni). Netsamband er allstaðar í reykjarvík og líka símasamband og það sem meira er að gsm síminn nær sambandi næstum allstaðar í Reykjarvík. Það er "aðeins"búið að leggja símasamband í 98% af öllum byggðum á Íslandi árið 2008. Það er búið að leggja þessa peninga sem þú ert að tala um Óskar til reykvíkinga
Brynjar Þór Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 18:47
http://skutull.is/frettir/Enn_faekkar_ibuum_a_Vestfjordum_32_faekkun_a_thessu_ari
Það eru 757.470 krónur Á ÍBÚA.
M.v. vísitölufjölskylduna 2+2 eru það rúmar 3 millur á familíu.
Ef reiknaðir eru inn milljarðarnir sem hent hefur verið í jarðgangna og aðra vegagerð á vestfjörðum undanfarin ár sést glögglega að það hefði verið hentugra að flytja alla íbúana burt og koma fyrir í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eða í hæðsta lagi, skilja Ísafjörð eftir sem fangelsi fyrir ísland og þá gætum við einnig komið fyrir einhverju af mótorhjólagegjunum sem allt eru að gerra vitlaust í einskonar "fangaskiptum" og leysa þannig helling af vandamálum.
En það má náttúrulega ekki hagræða í landbyggðarmálum.
Hvenær ætli Borgarfjörður Eystri fái jarðgöng fyrri sína 130 íbúa???
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 18:50
Óskar, þó athugasemdir þínar séu vart svara verðar ætla ég þó að bemda þér á þá einföldu staðreynd að Reykjavík og þorpin kringum hana, eru byggð upp fyrir fé sem var aflað á landsbyggðinni og það er landsbyggðin sem skilar inn stæðstum hluta gjaldeyristekna okkar, sem aftur er svo að stæðstum hluta notað til að halda uppi þjónuastusamfélaginu Reykjavík og nágrenni.
Verslun, þjónusta og skólasamfélagið afla ekki gjaldeyris. Það gerir útflutningurinn, sem að stæðstum hluta kemur frá landsbyggðinni.
Þar hafa Vestfirðingar verið duglegir að leggja fram sitt, til að Reykjavík og nágrenni gæti blómstrað.
Þakka ykkur Anna og Brynjar fyrir ykkar athugasemdir.
Gunnar Heiðarsson, 6.4.2011 kl. 07:42
Flottur gunnar:)
Óskar, þetta bull hjá þér dæmir sig sjálft
Brynjar Þór Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.