Stóra ljónið farið að skjálfa

Auðvitað óttast Bretar dómstólaleiðina. Þeir munu tapa henni á hvorn veginn sem dæmt verður.

Ef dómur fellur okkur í óhag, mun breska ríkið og reyndar öll EFTA og ESB löndin vera orðin ábyrgð fyrir bankainnistöðum, tryggingasjóðir þessara landa eru þá lausir af króknum. Þetta óttast Bretar, þar sem þetta gæti orðið ansi dýrt fyrir breska ríkið.

Ef dómur fellur okkur í hag eru tryggingasjóðir þessara landa ábyrgir fyrir innistæðum, ekki ríkissjóðir. Þetta gæti hins vegar orðið til þess að fjármagnseigendur taki sitt fé út úr bönkunum. Það óttast Bretar einnig.

Því geta þeir í hvorugann fótinn stigið og vilja endilega fá samning. Þannig helst óvissan og ekki þarf að taka af skarið um tilgang og verkefni tryggingasjóðanna.

Það er ekki okkar að koma í veg fyrir ótta Breta. Það er ekki okkar að samþykkja icesave.

Segjum NEI við icesave.

 


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það verður NEI hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 17:41

2 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Þetta vita allir nema þeir stjórnmálamenn sem að vilja troða þessu ofaní kokið á komandi kynslóðum með tilheirandi lífsgæðarýrnun fyrir almenning á Íslandi... Peningakerfi heimsins er rekið áfram af glórulausri, óábyrgri lánastefnu sem er til þess eins að framleiða fátækt... Hingað og ekki lengra... Augu hins vestræna heims hvíla á okkur... Leggjum línurnar og þvingum banka og fjármálastofnair í ábyrga hegðun...

Friðgeir Sveinsson, 4.4.2011 kl. 17:44

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guardian segir að sumir á íslandi telji að B&H séu hræddir við dómssali.

Greinin er mestanpart spunavitleysa frá eihverjum ,,Frosta Sigurjónssyni".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2011 kl. 17:50

4 identicon

NEI

gisli (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband