Full langt gengið

Þetta er full langt gengið og engum til framdráttar. Það er vonandi að lögreglunni takist að ná til þeirra sem sendu þetta bréf og opinberi hverjir það voru, svo þeir geti tekið skömm sína.

Hvort það voru nei eða já menn sem bréfið sendu er ekki vitað enn. Hugsanlega einhverjir sem ætluðu að gera grín. Þetta er þó ekkert grín og þeim til skammar er að því stóðu.

Segjum NEI við icesave!!


mbl.is Hótaði fyrrverandi ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála þér að þetta er full langt gengið og það er vonandi að grín sé á bakvið...

Bara þessi gjörningur er mjög alvaralegur einn og sér og þess vegna er nauðsynlegt að ná í endan á þeim sem gerðu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 16:49

2 identicon

Ég velti því fyrir mér hvers vegna þeir núverandi stjórnarmenn sem persónulega standi að baki samningnum séu ekki á lista þessara hrotta.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 17:04

3 identicon

Þetta er vissulega ein aðferð til að minna á gildi dómstólaleiðarinnar. Að málinu ljúki við samþykkt er mikill misskilningur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 17:14

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er í góðu lagi að vera beittur og litríkur í umræðunni á báða bóga, en þetta bréf er líklega misheppnað grín sem við eigum öll að lýsa andúð á sama hvað á að kjósa á laugardag.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.4.2011 kl. 17:30

5 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Dómstólaleiðin er mikið feigðarflan. Ef dómar falla okkur í óhag lendir það á börnunum okkar að greiða þær gífurlegu skuldir sem á þjóðina verða lagðar, og ætli þau verði afa og ömmu þakklát fyrir að gera þau að annars flokks þegnum í Evrópu. Fyrir utan áhættuna af að tapa málinu á öllum stigum, þá er lögfræðikostnaðurinn af dómstólaleiðinni svo mikill að hann gæti hæglega slegið met í mannkynssögunni. Lögfræðinga og sérfræðingahópar á sjálfteknum ofurlaunum í allt að 5 ár, svo laun skilanefndarmanna eru vasapeningar í samanburði. Ég held að þjóðin sé búin að fá nóg af slíku bulli. Kjósum samningaleiðina.

Stefán Þ Ingólfsson, 4.4.2011 kl. 17:35

6 identicon

hvað er búið að sukka mörgum millum í æseif og eu þvæluna er bara ekki rétt að segja NEI alla vegana ég takk.

gisli (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 17:44

7 identicon

Ég held að menn ættu ekki að taka of mikið mark á þessu hótunarbréfi.

Þetta eru sennilega einhverjir vitleysingar sem vilja gera sprell.

Þetta hefur sennilega ekkert með Já eða Nei sinna að gera.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:40

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki má láta menn komast upp með svona hótanir.

Segjum nei.

Bannerinn hjá þér er yndislegur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband