Það var og

Orðið stjórnleysi er ekki til í orðabók ríkisstjórnarinnar!

Þetta skýrir margt, t.d. hvernig ríkisstjórnin starfar. Ef ráðherrar þekkja ekki þetta orð eða hugtak, er ekki von á góðu. Sá sem ekki veit af keldunni framundan og æðir áfram í blindni, fer að sjálfsögðu á kafi í hana.

Það er stjórnleysi þegar ríkisstjórn er sett saman af tveim stjórnmálaflokkum sem eru vart sammála um eitt né neitt og deila opinberlega um nánast alla hluti. 

Það er stjórnleysi þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar vinna hver gegn öðrum.

Það er stjórnleysi þegar ríkisstjórn einblínir á eitt stakt verkefni og miðar öll önnur út frá því eina verkefni.

ÞAÐ ER STJÓRNLEYSI ÞEGAR RÍKISSTJÓRN VERÐUR AÐ REIÐA SIG Á AÐSTOÐ STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR Í ÖLLUM VEIGAMEIRI MÁLUM, VEGNA SAMSTÖÐULEYSIS INNAN STJÓRNARFLOKKANNA!

Það er kannski orðið tímabært fyrir Hrannar að finna orðabók og lesa fyrir Jóhönnu, upp úr henni, hvað orðið stjórnleysi þíðir!! Hann gerði þá kannski eitthvað af viti.

 


mbl.is Það er alls ekki stjórnleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu. Það er kannski hægt að panta pláss fyrir þau einhverstaðar á meðan þau læra af hvort öðru...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.3.2011 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband