Hin tæra snilld

Haustið 2006 datt stjórnendum Landsbankans í hug að opna svokallaða icesave innlánsreikninga í útibúi sínu á Bretlandi. Þeir kölluðu þessa reikninga "tæra snilld" og vissulega voru þeir það, á sinn hátt. 

Icesave var tær snilld fyrir fjármagnseigendur, þar sem þeir fengu hærri vexti af þessum reikningum en þeir þurftu að greiða í vexti af lánum. Því var hægt að láta icesave vinna fyrir sig, einungis farið í banka og slegið lán og það síðan lagt inn á icesave. Útkoman gróði!!

Icesave var líka tær snilld fyrir Landsbankann. Vegna þeirru háu vaxta sem bankinn bauð fjármagnseigendum eða fjármagnsleigjendum, sótti fólk í að leggja fé á þessa reikninga og fjármagnið streymdi inn í bankann.

En eitthvað brást snildin hjá snillingunum sem komu fram með þessa snilldar hugmynd. Samkvæmt þessu hafði þeim tekist að finna upp hina einu sönnu eilífðarvél! Sem kunnugt er hafa margir reynt að finna upp slíka vél í gegnum aldirnar, menn sem voru þó sannanlega mun meiri snillingar en stjórnendur Landsbankans á þessum tíma. Engum hafði þó tekist það verk.

Því hlaut að koma að því að dæmið gengi ekki upp lengur. Þessu hafa þessir snillingar auðvitað verið búnir að gera sér grein fyrir. Því var í örvæntingu farið í aðgerðir og reynt að lágmarka skaðann. Þær aðgerðir miðuðust hins vegar að því að minnka skaðann fyrir eigendur og velunnara bannkans. Þessar aðgerðir tókust að hluta, þó vissulega hafi eigendur og velunnarar bankans tapað nokkru fé.

Stjórnendur bankans sluppu hins vegar nánast alveg og vinna nú við að miðla af sinni snilli til auðtrúa útlendinga, bæði austan Atlantshafs og vestan.

Hinir auðtrúa fjármagnseigendur og fjármagnsleigjendur sem höfðu tekið snillingana trúanlega, sátu nú í súpunni. Til að róa niður fólkið og koma í veg fyrir að áhlaup yrði gert á breska banka, ákváðu stjórnvöld þar í landi að greiða þessu fólki lágmarks bætur. Þetta ákváðu bresk stjórnvöld upp á sitt einsdæmi og eftir að þau höfðu skilgreint Ísland sem hryðjuverkaland.

Þegar bresk stjórnvöld höfðu gert þetta var umsvifalaust gangið á hryðjuverkalandið Ísland og það krafið um bætur. Neyð okkar var mikil á þessum tíma, sérstaklega vegna þess að Bretar höfðu gert okkur að hryðjuverkaþjóð. Þetta er svona eins og að slá mann í götuna og sparka svo í haus hans.

Nú 9. apríl mun Íslenska þjóðin ganga að kjörborðinu til að ákveða hvort samþykkja eigi lög sem heimila fjármálaráðherra að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs, þessar kröfur. Að vísu munu eignir "snilldar Landsbankans" ganga upp í þessa kröfu, en enginn veit þó að hvað miklum hluta, auk þess sem krafist er vaxta af þessari meintu "skuld" okkar.

Ég vil benda fólki á þá staðreynd að þau börn sem fæðast nú á þessu ári verða orðin 35 ára þegar þau losna undan þessum klafa sem Bretar og reyndar Hollendingar líka, eru að setja okkur! Einnig að allir þeir sem eru í dag 41 árs eða eldri munu hafa þennan klafa á herðum sér út sína starfsæfi!

Pælið í þessu áður en þið greiðið atkvæði með eða á móti hinum tæru snillingum gamla Landsbankans!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk fyrir góða athugasemd við pistil hjá mér. Ég er þér alveg hjartanlega sammála og við verðum að taka höndum saman áður en illa fer.

Kristbjörg Þórisdóttir, 28.3.2011 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband