Mörg tilefni til afsagnar

Jóhanna telur ekkert tilefni vera til afsagnar sinnar vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Vissulega er þetta fullt tilefni tilafsagnar, hún hefur sjálf sagt að slík niðurstaða eigi að leiða til afsagnar ráðherra. En það var ekki hún sjálf sem um var rætt í það skiptið, heldur ráðherra úr Sjálfstæðisflokki.

Lög og reglur eiga að gilda fyrir alla nema Samfylkinguna.

Ef þetta væri eina brotamálið sem Jóhanna á aðild að væri svo sem ekkert að því að eyða tíma alþingis í þessa umræðu, en svo er þó alls ekki. Saga Jóhönnu og hennar stjórnar er með þeim hætti að ekki ætti að vera að ræða þetta mál nú á þingi

Tvisvar hefur Jóhanna fengið á sig áfellisdóm í starfi, á þeim tæpum fjórum árum sem hún hefur nú setið í stóli ráðherra. Eftir að hún settist í stól forsætisráðherra hefur stjórn hennar fengið á sig dóma fyrir ranga eða lélega stjórnun mála. Hún ber vissulega ábyrgð á því. Þessum dómum hefur oftar en ekki verið svarað með því að efast um dómstólanna og síðan leitað leiða framhjá þeim. Og auðvitað hafa alltaf einhverjir aðrir átt sök, ekki hún eða stjórn hennar. Jóhanna hefur jafnvel gengið svo langt að kenna Davíð Oddsyni um lélega eða óhfa stjórn þessarar ríkisstjórnar!

Þá hefur stjórnarskráin verið Jóhönnu mikill þyrnir í augum og hefur hún lítilsvirt hana oftar en einu sinni. Sennilega er þó sú aðgerð þegar sótt var um aðild að ESB stæðsta svig við stjórnarskrána sem þessi ríkisstjórn hefur tekið.

Ekki er útséð með þann skrípaleik sem var á þingi í gær og morgun, stjórnlagaráð. Þar er verið að fara þvert á úrskurð hæstaréttar. Málið er keyrt áfram þó hvert atriðið af öðru sé dregið fram er sýnir fram á að þetta sé með öllu óframkvæmanlegt og miklar líkur á að það verði kært til dómstóla. Það nýjasta er að einn frambjóðandi hefur þegar kært til hæstaréttar og krefst endurkosningar. Væntanlega veldur sú kæra því að málinu verði að fresta, nema Jóhanna ætli að hundsa það líka!

Varla var búið að samþykkja þetta mál frá annari umræðu þegar fyrsti frambjóðandinn og einn af þeim sem komst á tuttugu og fimm manna listann, gaf það út að hún ætlaði ekki að taka þátt í þessum skrípaleik. Fleiri munu koma á eftir, eða allir þeirra tuttugu og fimm sem einhverja sómatilfinningu hafa.

Þeim tíma sem þingmenn eru nú að nota á alþingi til að rífast um hvort lögbrot Jóhönnu sé mikið eða lítið, er illa varið. Lögbrot er lögbrot.

Þingmenn ættu frekar að vera að ræða dagsetningu næstu alþingiskosninga á þingi núna!

 

 


mbl.is Ekkert efni til afsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband