Ætlar Ingibjörg að taka við stóli formanns Samfylkingar
24.3.2011 | 10:48
Ingibjörg heldur áfram að deila á formann Samfylkingar. Nú vegna ummæla hennar vegna úrskurðar jafnréttisráðs.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ingibjörg deilir á núverandi stjórn og þá sérstaklega Samfylkingarráðherrana.
Frægt er þegar hún fyrir rúmu ári síðan gerði sér grein fyrir því að það aðlögunarferli sem við erum komin í er feygðarflan og taldi hún að rétt væri að fresta frekari viðræðum við ESB, þar til búið væri að vinna málinu frekara fylgi hér heima. Þar sem Ingibjörg er einn hellsti aðildarsinni á Íslandi kom þetta á óvart, þó fjölmiðlar gerðu lítið úr því. En hún gerir sér grein fyrir því að ef aðild að ESB mistekst núna, sem allar líkur eru á, mun seint verða hægt að fara að stað aftur. Því miður hefur Össur ekki þá skynsemi til að bera að hann sjái þetta, þó augljóst sé.
Það vekur hins vegar spurningar hvers vegna Ingibjörg er að gagnrýna Jóhönnu nú. Ætlar Ingibjörg að koma inn aftur og taka við formennsku Samfylkingarinnar. Víst er að margur grunnhygginn flokksfélagi mun fagna því, en mestur verður þó fögnuður andstöðuflokkanna.
Þó Ingibjörg sé skarpur stjórnmálamaður, hefur henni hefur ekki tekist að þvo hendur sínar af störfum Þingvallastjórnarinnar og mun aldrei takast það.
Vísað til meints almenningsálits | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Illar tungur segja að Gunnarsstað-Móri ætli að yfirgefa VG og sé að horfa til formannsefnis í Landráðafylkingunni. Mér fannst þetta fáránlegt fyrst þegar ég heyrði þetta en þegar ég hugsa málið þá er þetta ekki svo vitlaust, Gunnarsstaða - Móri tapaði jú í formannskosningu í gamla Alþýðubandalaginu, fór í fýlu og stofnaði VG. Væri hann ekki bara að koma heim???
Jóhann Elíasson, 24.3.2011 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.