Hvað um öll hin glæpafyrirtækin
14.3.2011 | 17:00
Það er ágætt að verið sé að skoða hugsanlegt verðsamráð byggingavöruverslana. En hvenær á að skoða olíufélögin, bankana, eða tryggingafélagana. Hjá þessum fyrirtækjum er bullandi samráð og enginn gerir neitt.
Olíufélögin fengu á sig dóm fyrir verðsamráð, fyrir nokkrum árum, reyndar er uppgjöri þeirra vegna þess ekki að fullu lokið, en það er annað mál. Eftir þann dóm hélt maður að nú hefðist alvöru samkeppni milli þeirra, en ekkert breyttist. Enn er bullandi samráð á milli þeirra. Þegar eitt félag hækkar hjá sér líður ekki dagurinn áður en hin hafa hækkað um nákvæmlega sömu krónutölu. Samkeppnin er engin, enda tvö af þessum stóru félögum með sameiginlega dreifingarstöð.
Samráð milli banka er ekki eins sýnilegt, en er til staðar engu að síður. Þjónustugjöld og öll þau hugsanlegu aukagjöld sem þeir nú rukka sína viðskiptavini er sambærileg meðal þeirra allra. Það liggur við að þeir séu farnir að rukka fyrir það eitt að maður hugsi til þeirra. Svo er annað mál hvernig þessar stofnanir hafa hér markvisst brotið lög og níðst á sínum viðskiptavinum. Hafa fengið á sig dóma fyrir slíkt en halda áfram sömu iðju eins og ekkert hafi í skorist!
Þá eru tryggingarfélögin dugleg að krunka sig saman. Verðskrár eru sambærilegar og þegar kemur að því að einhver þarf bætur, skiptir meira máli ættar- eða pólitísk tengsl en lögréttur. Þau eru samtaka í því að greiða ekki bætur fyrr en í fulla hnefana og þá eins lítið og þau frekast geta, skiptir þar einu hvað í undirrituðum samningum stendur.
Samkepnisstofnun og efnahagsbrotadeid ættu að skoða þessi fyrirtæki, særstaklega vegna þess að fólk verður að versla við þau hvort sem þeim líkar það betur eða verr!
Það eru margir innan þessara fyrirtækja sem hafa jafn brenglaða hugsun og Ragnar Önundarson, þegar hann fullyrti að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða á milli visa og euro, heldur verið að tryggja yfirráð yfir markaðnum!!
Fimmtán handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.