Hvað er eiginlega í gangi ?
13.3.2011 | 07:27
Skömmu eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun fóru að berast fréttir af því að Herjólfur væri að taka niðri, í og við hana. Sérfræðingar Siglingastofnunar kenndu gosinu um. Ekki ætla ég að fara í þá umræðu núna. Höfnin hefur þó verið meira og minna lokuð í vetur.
Þau sanddæluskip sem til eru hér á landi voru fengin til að dæla efninu burtu en höfðu engan veinn undan, bæði vegna þess að afkastageta þeirra var ekki næg og bilanir tíðar.
Því var ákveðið að leigja "alvöru" dæluskip frá útlandinu fyrir mikinn pening. Verkið var boðið út og skip fannst. Þetta var í nóvember og þar sem þetta "alvöru" dæluskip var í verkefni, gat það ekki komið hingað fyrr en um áramót.
Skömmu fyrir áramótin var svo tilkynnt að einhver töf yrði á komu skipsins þar sem það færi í slipp áður en það kæmi hingað. Leið nú tíminn, loks fréttist af því að skipið væri komið úr slipp og tilbúið til að fara yfir hafið, en þó yrði að bíða betra veðurs og enn leið tíminn. Loks eitt kvöldið koma fréttir af því að skipið sé komið að landinu, en vegna BILUNNAR hefði lóðsinn í Vestmanneyjum þurft að taka á móti því og hjálpa því til hafnar. Myndir komu af þessu "alvöru" dæluskipi í fjölmiðlum og það rann á mann tvær grímur, þetta var bara einhver riðkoppur!
Þessi koppur sem var nýkominn úr slipp erlendis, var nú bilaður og fór í viðgerð hér heima. Það kom svo sem ekki að sök þar sem ekki var hægt að dæla vegna ölduhæðar. Loks rennur upp stóri dagurinn, nú skyldi dælt og gefið í skyn að Landeyjarhöfn yrði opnuð von bráðar. En því miður, aftur bilaði koppurinn og þurfti að fara aftur til Vestmanneyja. Þegar búið var að gera við var ölduhæð aftur orðin of mikil og því landlega framundan. Svona leið um hríð, fyrir hvern klukkutíma sem koppurinn gat dælt var hann nokkra sólhringa fastur við briggju, ýmist vegna bilunnar eða ölduhæðar.
Loks í þessari viku kom svo norðanáttin langþráða og nú skyldi þessu sippað af í hvelli. Ef hægt yrði að dæla fram að helgi væri hægt að opna höfnina nú um helgina, enda sára lítið af sandi í innsiglingunni, nánast ekki neitt. Eitthvað hafa menn þó misreiknað sig og lítil frétt á föstudag kom um að sennilega næðist nú ekki að opna Landeyjahöfn nú um helgina. Áður hafði komið enn minni frátt af því að lóðsinn hafi þurft að skjótast yfir til að draga koppinn á flot, hann hefði strandað í höfninni! Og nú er riðkoppurinn bilaður og ljóst að ekki hægt að opna, það sem verra er að það spáir suðlægum áttum og því ekki hægt að dæla næstu daga!
Nú er að verða komnir tveir og hálfur mánuðir fá því að þetta "alvöru" dæluskip frá útlandinu átti að hefja sína vinnu, "alvöru" dæluskip sem menn sögðu að væri svo öflugt að varla tæki að fá það hingað til lands í svona smá verkefni. Enn er þó Landeyjahöfn lokuð og ekkert útlit fyrir að hún opni á næstunni!
Er nema von að maður spyrji; hvað er eiginlega í gangi?
Samúð mín er hjá íbúum Vestmanneyja.
Skandia frá í dag vegna bilunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
" á sandi byggði heimskur maður höfn"
Kristinn J (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 09:27
Kannski væri besta lausnin sú að SELIR myndu taka yfir höfnina. Ég var að lesa það í Norsku blaði að sæljón hafi tekið yfir höfn í San Francisko, SJÁ HÉR
Jóhann Elíasson, 13.3.2011 kl. 09:36
Sennilega hafa verkfræðingar vegagerðarinnar ekki reiknað með vindi. Þó laust efni frá Eyjafjallajökli sé mikið bendir ekkert til að það sé afgerandi stærð. Sammála því að sanddæluskipið sé ekki beisið. Kannski þetta séu merki kreppunnar að við höfum ekki efni á að fá hingað alvöru græjur.
Gísli Ingvarsson, 13.3.2011 kl. 10:14
Ég held að það sé nokkuð sama hvað verður fengið "stórt" sanddæluskip, sandurinn kemur alltaf aftur..........................
Jóhann Elíasson, 13.3.2011 kl. 10:17
Árið 1951,hugðu Bandaríkjamenn (herin) að koma upp höfn við suðurströnd Íslands,og þá einmitt kom þetta svæði til þar sem nú er Landeyjarhöfn. Til landsins fengu Bandaríkjamenn þýska sérfræðinga í þessum fræðum,þeir höfðu komið að hafnarframkvæmdum og mælingum í Hollandi,en einsog vitað er að þá er í Hollandi miklar undirstöður einungis úr sandi,td Schiphol flugvöllur er tveim,til-sjö metrum undir sjávarmáli. Þessi Þýsku sérfræðingar sögðu að það yrði óðs manns æði í að fara að byggja þarna höfn,því sandburðurin væri svo gigantískur einsog komið hefur fram. Þá vil ég endilega koma því að ,að Gretar Mar baráttujaxl á suðurnesjum,var margbúin að vara við þessum framkvæmdum í pistlum og viðtölum,og það voru fleiri en hann sem vöruðu við þessum framkvæmdum. En vonandi finnst lausn á þessu vandamáli,svo Eyjarskeggjar (og allir landsmenn) geti búið við meira öryggi og þægindi .Ps;skyldu ekki bílar og mannvirki vera sandblásin illilega þarna.? Getur einhver frætt mann á því.
Númi (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 12:25
Númi ef þú þarf að fara með bíl í sandblástur þá skaltu fara með hann að landeyjahöfn!
Sigurður Haraldsson, 13.3.2011 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.