Svona er að vera í ESB

Svona er að vera í ESB, þegar vandræði steðja að er ekkert mál að fá aðstoð frá þeim, EN þá verður maður að sitja og standa eftir því sem þeir segja.

Nú krefur leiðtogafundur ESB, Íra um að hækka skatta á fyrirtæki, til að þeir geti fengið lækkun okurvaxtana sem þeir eiga að borga af lánum þeim er þetta "vinabandalag" lánaði þeim. Lánum sem framkvæmdastjórnin skipaði Írum að taka og setti einhliða skilyrði um. Þar var ekki samið, heldur urðu Írar að gera eins og ráðherraráðið og framkvæmdastjórnin fyrirskipaði, þar á meðal að samþykkja þessa okurvexti sem útilokað er að landið geti staðið við. Enda lítur ESB á þetta sem aðstoð, ekki lán og því ekkert um að semja.

Stórfyrirtæki eru þegar byrjuð að flytja sig frá Írlandi, ef þeir hækka skattana er hætt við að öll fari í burtu. Val Írsku stjórnarinnar stendur því nú á milli þess að hlýða ESB og hækka skatta, missa tekjulindina úr landi og auka atvinnuleysið, sem þó er ærið fyrir, eða borga þá okurvexti sem á lánum þeirra er í nokkur ár enn, eða þar til þeir eru endanlega komnir á hausinn. Hvorugur kosturinn er góður og báðir leiða til sömu niðurstöðu. Því verður ekki annað séð en að "vinaþjóðirnar" innan ESB séu beinlínis að stuðla að þjóðargjaldþroti Írlands.

ESB sinnar, hér á hinu fagra og ríka Íslandi, hafa haldið því fram að með inngöngu í ESB munum við fá baktryggingu ef illa fer. Sér er nú hver tryggingin. Þá hafa ESB sinnar sagt að evran sé lausn alls vanda. Það sýnir sig berlega á Írlandi.

Allt fram að hruni og jafnvel fyrstu mánuði eftir það var einkum bent til Írlands sem dæmi um hversu gott væri að vera í ESB. Það sést berlega nú hvað það hjálpar Írum að vera innan þessa bandalags.

Áður en til atkvæðagreiðslu kemur um þann samning sem ríkisstjórn okkar er að vinna að, gegn vilja þings og þjóðar, um innlimun í ESB, verða fleiri lönd ESB væntanlega búin að fá svipaða "aðstoð", þau fyrstu Grikkland og Írland verða væntanlega komin á síðustu metrana sem þjóðríki, vegna mikilla vaxtaskulda við ESB (Þýskaland). Það er því algjör sóun, á lánsfé því er ríkiskassinn er rekinn á hjá okkur, að halda áfram viðræðum um aðild. Hvort einhverntíma seinna eigi að skoða þetta er annað mál, en það er alger forsenda að leifa löndum ESB að komast út úr sínum vanda fyrst. Hvort við eigum að sækja í þetta bandalag ræðst algerlega af því hvernig ESB höndlar eigin vandamál og hver niðurstaðan verður.

Því má segja að þegar að þessari atkvæðagreiðslu kemur verði ekki "kíkt í pokann", heldur skoðað hvernig ESB vinnur úr vandamálum aðildarríkja sinna.

Það sem ógnar þessu er þó ef Þorvaldi Gylfasyni tekst að vinna að því að breyta stjórnarskrá okkar, að vilja vinkonu sinnar og flokksfélaga, Jóhönnu Sigurðardóttur, þess efnis að að ekki þurfi að bera þennan samning undir þjóðina. Það er okkar stæðsta ógn í dag.

 


mbl.is Neita að lækka vexti Íra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað er þetta esb kjaftæði búið að kosta okkur og hvað er össur búinn að hala inn margar ferðir væla svo um Forseta okkar.

gisli (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 09:34

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar umsóknar og aðlögunarferlið hófst var Össur beðinn um mat á kostnaði vegna þessa. Þá sagði hann að ekki væri hægt að meta hann nákvæmlega og kom fram með bráðabyrgðartölu, en sagði jafnframt að þetta ferli yrði opið og gegnsætt og að kostnaðartölur yrðu birtar jöfnum höndum.

Ekki hefur verið hægt að tala um opið og gegnsætt ferli og enn hefur Össur birt neinar tölur um kostnað, hvorki það sem komið er, né áætlaðan lokakostnað.

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2011 kl. 09:40

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott blogg takk. Nú er það okkar að segja nei við IcesaveIII þannig missa stjórnvöld lykilinn að ESB og við getum komið þeim frá áður en skaðinn er orðin óbætanlegur af þeirra völdum!

Sigurður Haraldsson, 12.3.2011 kl. 12:08

4 identicon

The European union is a 27 nation monster that threatens to undermine the USA world domination. It´s lucky they all hate each other.

The European Commission is a big building in Brussels where lots of people do wery little. 

JL (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband