Jafnræðisreglan var brotin, ekki þó gagnvart icesave.
11.3.2011 | 08:23
Stjórnvöld og hennar fylgifiskar tala mikið um dómsmál, þegar verið er að tala um kröfu Breta og Hollendinga. Þá er sérstaklega rædd sú hætta ef tækist að hnekkja neyðarlögunum, á forsendu þess að jafnræðisreglan hafi verið brotin.
Fyrir það fyrsta þá skiptir engu máli hvort við samþykkjum eða fellum lög um icesave, það verður áfram unnið að því að fá þessi neyðarlögunum hnekkt. Það eru einkaaðilar sem eru í þeirri vinnu og skiptir engi máli fyrir þá hvort icesave lögin verði samþykkt eða ekki. Þessir einkaaðilar eru þeir sem áttu meira en 20.000 evrur á sínum reikningum, stóreignamennirnir.
En skoðum aðeins neyðarlögin. Þau tryggðu fullar innistöður hér innanlands en ekki í erlendum útibúum bankanna. Þ.e. þau tryggðu fullar innistæður allra, Íslendinga jafnt sem útlendinga í bönkunum sem störfuðu hér á landi, en ekki innstöður Íslendinga eða útlendinga í útibúum erlendis. EES / ESB lögin kveða á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni, trú eða öðru. Það var ekki gert. Skilin lágu á milli þess hvórt útibúið var staðsett hér á landi eða erlendis, ekki hverrar þjóðar, trúar eða annars innistæðueigendur voru.
Það má þá frekar segja að jafnræðisreglan hafi verið brotin hér innanlands, þegar ákveðið var með þessum lögum að verja einungis að fullu innistæður á bankareikningum, ekki í svokölluðum peningareikningum og sjóðum bankanna, sem fólki var talin trú um að væru að fullu tryggðir. Samt varð það fólk sem hafði látið bankana glepja sig til að færa ævisparnað sinn inn á þessa sjóði, að taka á sig verulega skerðingu þess og í sumum tilfellum tapaði það öllu.
Þá má segja að jafnræðisreglan hafi verið brotin þegar ákveðið var að neyðarlögin tryggðu innistæður á bankareikningum, en ekki það fé sem fólk átti í sínum fasteignum. Fasteignir voru taldar einhver öruggasta fjárfestingin fram að hruni og flestir sem settu sitt sparifé í húsnæði. Nú hefur komið í ljós að bankarnir hafa eignast þetta sparifé fólks, eða öllu heldur var þeim fært það á silfurfati í gegn um verðtryggingu og vaxtastefnu.
Því ættu stjórnvöld vissulega að hafa áhyggjur af því að jafnræðisreglan hafi verið brotin, ekki þó vegna icesave og þeim sem áttu innistæður í þeim reikningum erlendis, heldur hér innanlands, gegn þeim sem höfðu valið að hafa sitt sparifé bundið í húseignum eða geymt á hinum "öruggu" sjóðum bankanna, í stað þess að hafa þá á bankareikningi. Þar var jafnræðisreglan klárlega brotin!
Svo getur maður spurt sig hvernig það snýr að jafnræði ef við almúginn á Íslandi, sem komum ekki nálægt stofnun, rekstri né sóun icesave innistæðna, verðum að láta stórann hluta okkar launa renna til að rétta af hlut þeirra fagfjárfesta í Bretlandi og Hollandi, sem létu plata sig til að leggja inn á þennan reikning Landsbankans!! Hvar er jafnréttið þar?
Athugasemdir
Neyðarlögin hljóta líka að brjóta jafnræðisregluna, þegar kemur að kröfuhöfum í þrotabú Landsbankans.
Almennum kröfuhöfum í þrotabúið er lagaboði, hent aftur fyrir Icesavekröfurnar í búið.
Málaferli á þeim forsendum, eru alls ekki útilokuð og í rauninni meiri líkur á þeim, fari svo að ríkisábyrgð á Icesavekröfuna verði samþykkt.
Falli dómur stefnenda í hag, þá fellur á ríkissjóð, allt að 1200 milljarðar króna.
Kristinn Karl Brynjarsson, 11.3.2011 kl. 12:34
Það fer um mann hrollur!
Gunnar Heiðarsson, 11.3.2011 kl. 12:53
Það hefur engum þeirra sem að vill samþykkja samninginn, tekist að útiloka með óyggjandi hætti, möguleika á dómsmáli og óhagstæðum dómi úr þessari átt.
Þessum möguleika hefur reyndar verið kyrfilega haldið utan umræðunnar um nauðsyn þess að Icesavesamningurinn verði samþykktur, af skiljanlegum ástæðum.
Meira að segja dómsmálið, eitt sér, þó dómur verði í hag, eykur kostnað skattgreiðenda vegna Icesave, verði samningurinn samþýkktur þann 9. apríl. Málarekstur vegna þrotabús Landsbankans, tefur greiðslur úr búinu að hækkar því um leið vaxtakostnaðinn.
Kristinn Karl Brynjarsson, 11.3.2011 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.