Og enn skal bætt í
10.3.2011 | 12:01
Skuldir ríkisins eru nú 1.629 miljarðar. Við þetta vilja stjórnvöld nú bæta 60 til 600 miljörðum, jafnvel meira. Þá mun skuld hverrar fjögurra manna fjöldskyldu fara úr 20,5 miljónum í allt að 27 miljónir.
Hugguleg tilhugsun, sérstaklega vegna þess að flestir eða allir eru sammála því að sú viðbót sem stjórnvöld vilja bæta á skuldasafn þjóðarinnar er ekki skuld, heldur gjald fyrir velvilja stórþjóða.
Það er undarlegt ef þjóð sem þegar skuldar tæplega 105% af vergri þjóðarframleiðslu, skuli fá aukið lánstraust ef hún bætir við þá skuld opnum víxli sem getur aukið skuldir þess um allt að 35%.
Ekki er viss um að bankinn minn yrði hrifinn af því ef ég skuldaði honum 20,5 miljón og skrifaði síðan undir opinn víxil hjá einhverjum manni. Færi svo og segði útibússtjóranum að þetta væri allt í lagi, að hugsanlega þyrfti ég ekki að greiða þennan víxil, þó væri rétt að gera ráð fyrir að ég þyrfti að greiða um tæpa miljón og í versta falli 6,5 miljónir. Þetta hafi verið nauðsynlegt þar sem sá maður, er hefði nú víxilinn undir höndum, væri stór kall og ég vildi ekki styggja hann.
Það er nokkuð víst að undrunarsvipur útibússtjórans væri óborganlegur, en þegar ég færi síðan fram á aukið lán hjá bankanum er hætt við að mér yrði einfaldlega kastað á dyr!
Að halda því fram að aukin skuldsetning leiði til betra lánshæfis er eins vitlaust og hugsast getur!!
20 milljónir á hverja fjölskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.