Er gamla konan eitthvað utan gátta ?!

Jóhanna Sigurðardóttir segir að ekki sé hægt að lækka álögur á eldsneyti vegna þess að gert sé fyrir þessum tekjum í rekstri ríkisins, að þá þurfi að finna aðra tekjustofna.

Það er magnað hvað gamla konan er utan gátta og í þversögn við raunveruleikann!!

Fyrir það fyrsta var síðasta hækkun á gjöldum til ríkisins ákveðin síðasta sumar, í tengslum við gerð fjárlaga. Þá var bætt við "kolefnisgjaldi" og sagt að það væri til að stemma stigu við notkun eyðslufrekra bíla. Aldrei var talað um að þetta gjald væri til að auka tekjur ríkissjóðs.

Í öðru lagi hefur frá þeim tíma er þessi ákvörðun var tekin, eldsneyti til notenda hækkað um rúmar 30 kr/L, bæði vegna hækkana erlendis og einnig vegna aukinar sjálftöku olíufélagana hér á landi.

Nú er það svo að virðisaukaskattur er lagður á eldsneyti, einnig á þá skatta sem í verði þess felast. Því hefur tekjuaukning ríkissjóðs orðið um rúmlega 6,50 kr/L síðan fjárlög voru sett saman.

Það væri hægt að rita heila grein um þá vitleysu að skattar skuli vera skattlagðir og vart hægt að ætla að það standist lög, en það ætla ég ekki að gera núna. Eftir stendur að ríkið er nú að hafa 6,5 kr/L umfram þær áætlanir sem fjárlög eru byggð á.

Því á ríkið að geta með góðri samvisku lækkað sínar álögur um þá upphæð, jafnvel væri hægt að setja inn í lög að ríkið hefði tekjur af eldsneyti sem svaraði þeim forsendum er ákvörðuðu fjárlög, þegar þau voru sett saman síðasta sumar!

 


mbl.is Aðrar aðstæður nú en 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband