Margrét gerir kröfu um óháðar upplýsingar, það er gott og gilt.
Ég geri hins vegar kröfu um að fá þær upplýsinga upp á borðið sem réttlæta samþykk samningsins! Nú þegar er aðgengi að nokkrum staðreyndum, en þegar þær eru lesnar er gjörsamlega útilokað að hægt eða rétt sé að samþykkja hann. Þeir 44 þingmenn sem vildu samþykkja samninginn hljót því að hafa séð einhver önnur gögn sem réttlættu afstöðu þeirra! Annað er algjörlega útilokað!
Ekki trúir maður að þingmenn taki sínar ákvarðanir af sögusögnum, þeir hljóta að hafa einverjar staðreyndir til að byggja á, áður en ákvörðun er tekin!! Þær staðreyndir vil ég fá á borðið, ef þær ekki koma, ber að líta svo á að þær séu ekki til. Þá er einungis hægt að taka afstöðu til málsins út frá fyrirliggjandi gögnum og einfalt er að ákveða sig út frá þeim!!
Það eru staðreyndir sem skipta máli, ekki sögusagnir!!
Fellum lögin um ríkisábyrgð á icesave kröfu Breta og Hollendinga!!
Krefst óháðra upplýsinga um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn og einu sinni setur þú Gunnar ! fram kröfuna sem við, allavega við með nokkurnveginn opna og sjálfstæða hugsun, erum búin að lýsa eftir.
Hvað nú ef það finnast ekki betri gögn, en þau sem nú liggja fyrir, þá er valið auðvelt, því allar "Grýlurnar" sem stuðningsfólk samnings hafa verið að hræða okkur með, eru að geispa golunni hver eftir aðra, eftir stendur grunurinn um að "hvíflibbamafían" sé með spillta og valdasjúka pólítíkusa í "vasanum"
Vil bara nota tækifærið og setja hérna link á flunkunýja frétt á ABC nyheter, þar sem skoðað er hvernig AGS "aðstoðinn" við Írland er búin að koma landinu í alger þrot með fylgjandi niðurskurði á öllum sviðum, allt til að "bjarga" bönkunum (bröskurunum) á sínum tíma, á kostnað almennings, Ísland er nú þegar í klafa AGS, að bæta við óþekktri stærð Icesave III setur þá landið í enn meiri hnignun en Írland er að basla við, þetta eru ekki sögusagnir Gunnar ! heldur staðreyndir, fréttin er svo HÉR.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 28.2.2011 kl. 18:52
Gunnar, sammála hverju orði!
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.3.2011 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.