Bein aðför að lýðræðinu !

Sú hraðferð sem komin er á icesave málið fyrir þingi er bein aðför að lýðræðinu. Nefndarmönnum er ekki gefinn kostur á að kanna allar hliðar málsins, þingmenn fá takmörkuð gögn til að mynda sér skoðun og landsmenn, sem koma til með að borga brúsann fá ekkert að vita.

Þetta minnir á fyrri afgreiðslur þessa máls. Þegar icesave 1 kom fyrir þingið var krafist tafarlausrar afgreiðslu, án allra upplýsinga um málið. Það væri lífsspursmál fyrir þjóðina að samþykkja samninginn óskoðaðan. Sem betur fer tóks að koma í veg fyrir þessa aðför að þingræðinu.

Icesave 2 var síðan samþykkt á alþingi með minnsta mögulega meirihluta, rúmlega hálfu ári seinna. Þá höfðu ráðherrar sagt að nú væri ekki seinna vænna, annars færi allt hér til fjandans. Sem betur fer var sá samningur lagður fyrir þjóðina, af forsetanum, og kolfelldur í kosningu. Merkjanlegar afleiðingar voru ekki miklar, en það litla sem skeði var til góðs fyrir okkur.

Nú er icesave 3 fyrir þingi og enn skal ætt áfram. Engin ástæða er þó til að flyta málinu svona, það hefur ekki haft nein merkjanleg áhrif á landið eða getu þess til að komast út úr kreppunni, þvert á móti. Þar eru allt önnur og verri öfl sem tefja fyrir.

Þegar svo er unnið að málum sem nú, í svo mikilvægu máli, er lágmark að stjórnvöld sjái til þess að samningurinn og afleiðingar hans verði kynnt fyrir þjóðinni. Ekki bara þær bestu hugsanlegu afleiðingar sem gætu orðið, eins og kynnt var á einum fréttamannafundi, heldur einnig hvað gæti gerst í versta tilfelli. Það verður að gera ráð fyrir því versta, þó vissulega sé gott að vona það besta.

Þá hafa stjórnvöld ekkert gert til að kynna fyrir þjóðinni hver raunveruleg geta landsins er til að taka þessar byrgðar á sig. Þær upplýsingar sem lekið hafa eru þó ekki frínilegar, þó reynt sé að láta líta svo út að engin hætta sé. Flestar þessar upplýsingar gera ráð fyrir því að allt fari á besta veg og þó þarf að falsa eða halda undan þýðingarmiklum upplýsingum. Þó er erfitt fyrir landsmenn að gera sér grein fyrir þessu vegna upplýsingaskorts!

Í öllu falli eru stjórnvöld með aðstoð stæðsta sjórnarandstöðuflokksins að gera beina aðför að lýðræðinu í landinu með því að keyra málið áfram með þessum hætti. Það eina sem fólk hefur möguleika á að gera upp við sig er hvort ganga eigi að ólögvarinni kröfu eða ekki. Það hefur enga forsendur til að meta hvort sé í raun betra!

Það er ekkert sem liggur á, hvað er því til fyrirstöðu að landsmenn fái að vita allann sannleikann? Eru stjórnvöld hrædd að sýna hann? Eru stjórnvöld kannski að flýta málinu til að reyna að koma í veg fyrir að nægjanlega margir skrái sig á undirskriftalistann til alþingis og forseta?

Með þessu framferði er landsmönnum nauðugur sá kostur að skrifa undir áskorunina um þjóðaratkvæði.

Við skulum ekki gleyma því hver höfuð ástæða er fyrir samþykkt þessa nauðarsamnings. Það er nauðsynlegt til að áframhald verði á ESB aðlögun og það auðveldar útrásarguttunum, þeim sem rændu öllu fé landsmanna að fjárfesta erlendis fyrir það illa fengna fé. Þeir eru ekki beinlínis vel séðir á erlendum fjármálamarkaði meðan icesave hangir yfir!

Eru stjórnarflokkarnir og stæðsti stjórnarandstöðuflokkurinn kannski að gera upp einhverja gamla skuld við þessa glæpamenn?!!

 


mbl.is Icesave á hraðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta mál er búið að vera í umræðunni í rúm tvö ár. Núverandi samningur var kynntur 9. desember 2010. Hann hefur verið kynntur fyrir almenningi, t.d. með heilsíðufréttaskýringum, blaðagreinum, blaðamannafundum og gögnum og upplýsingum á island.is.

Tveir og hálfur mánuður hlýtur að vera nægur tími meðalgreindu fólki til að kynna sér þetta. En kannski falla ekki þingmenn í þann hóp.

Skeggi Skaftason, 15.2.2011 kl. 10:46

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Skeggi.

Eins og kemur fram í mínu bloggi er eina kynnig þessa samnings, af hálfu stjórnvalda, einn fréttamannafundur!

Aðrar kynningar eru á vegum fjölmiðla, sem draga verulegan taum þeirra sem telja að samþykkja eigi þessa ólöglegu aðför á okkur. Ekkert er gert í raunverulegri kynningu og þó málið hafi verið í umræðunni síðan 9. des. 2010, er sú umræða froðukennd og byggist mest á því að allar forsendur gangi upp.

Sem dæmi um froðusnakkið er að sumir ráðherar hafa haldið því fram að niðurstaða samningsins gæti orðið allt niður í 20 miljarða, þó ljóst sé að fyrsta greiðsla sem fram fer strax eftir undirritun, er 26 miljarðar og yfir 10 miljarðar skuli greiddir strax á næsta ári!! Hvernig er hægt að trúa fólki sem kemur fram með slíkt bull!!

Þá hefur engin kynning stjórnvalda farið fram um hvort við raunverulega getum greitt þetta. Eina sem fram kemur er að ef lokatalan verður um 50 - 60 miljarðar ætti þetta að hafast. Til þess að það gangi upp virðist þó sem forsendur greiðslugetunnar séu falsaðar, í það minnsta fegraðar verulega!

Hvað ef allt fer á versta veg? Hvað ef evrsvæðið hrynur? Þá er hætt við að eignir gamla Landsbankans erlendis, gætu orðið verðlitlar eða verðlausar, en það eru einmit þær eignir sem borga eiga stæðsan hluta höfuðstólsins!!

Gunnar Heiðarsson, 15.2.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband