Virðingarleysi við alþingi og þjóð !!
14.2.2011 | 19:41
Það hefur aldrei vantað gorgeirinn í Steingrím J. Þessi maður, sem stóð fremstur í fylkingu þeirra sem vildu ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm, varð reyndar að sætta sig við að einungis einn þeirra varð svo ákærður, telur nú sérstakt styrkleikamerki fyrir ráðherra að vera dæmdur sekur fyrir lögbrot, af hæstarétti!!
Hann telur það kost og góða stjórnsýslu að þeir sem eru í efsta þrepi framkvæmdavaldsins, taki sínar ákvarðanir eftir pólitísku brjóstviti, í stað þess að stjórna eftir lögum!!
Og þetta er fjármálaráðherra okkar!!
Það er spurning hvort hann sjálfur noti þetta viðmið, pólitískt brjóstvit, þegar hann tekur ákvarðanir. Má kannski búast við að lögum landsins verði kastað á glæ og ráðherrar hverju sinni ákvarði, eftir sínu pólitíska brjóstviti, hvað er rétt og hvað rangt?!
Síðan beit Steingrímur höfuðið af skömminni með því að væna Landsvirkjun um mútugreiðslur og ákveðna hreppa mútuþega. Þetta gerði hann í ræðustól alþingis, þar sem þeir sem hann ásakaði höfðu ekki neinn möguleika á að verja sig!!
Og þetta er fjármálaráðherrann okkar!!
Er nokkur furða þó alþingi sé lágt skrifað í hugum þjóðarinnar!!
![]() |
Ekki áfellisdómur um stjórnsýslu umhverfisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.