Ósvífni fréttamanns !!

Sá fáheyrði atburður átti sér stað í fréttatíma sjónvarp að fréttamaður sýndi borgarstjóra eindæma ósvífni!

Eftir að borgarstjóri hafði sagt að í breytingum fælust tækifæri, farsi sem menn grípa oft til þegar rökþurrð verður, var fréttamaður svo dónalegur að spyrja borgarstjóra hvaða tækifæri lægju í því að skerða fjárframlög til skólamötuneyta, þannig að færra fólk þyrfti að sinna nemendum og jafnvel ekki hægt að kaupa það hráefni sem best gæti talist. Auðvitað kom verulega á borgarstjóra við svona ósvífni og vafðist honum tunga um tönn.

Greinilegt var að fréttamaður áttaði sig á að hann var kominn á hálann ís og færði sig samstundis á þann flöt sem hann taldi vera réttann, að spyrja ekki erfiðra spurninga og alls ekki fylga eftir með annari spurningu.

Fréttamenn vita sem er að þeirra verk er ekki að flytja fréttir og alls ekki spyrja erfiðra spurninga, þeirra verk er að láta stjórnvöld koma vel út, alveg sama hvað á gengur.

Því má þessi tiltekni fréttamaður væntanlega búast við ákúrum eða jafnvel ávítum frá sínum yfirmanni!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott blogg! – En getur það verið – þótt það hafi ekki sézt á skjánum – að borgarstjórinn hafi verið berrassaður í þessu viðtali? – eins og keisarinn í ævintýrinu?

Ég man a.m.k. ekki svo langt aftur, að ég hafi séð nokkurn pólitíkus afhjúpa svo gersamlega sitt málefnaleysi og innantómt, ábyrgðarlaust blaður eins þennan Jón Gnarr í þessu viðtali.

En þú átt eflaust kollgátuna, nú verður slegin skjaldborg um þessa snilld hans!

Jón Valur Jensson, 14.2.2011 kl. 19:56

2 identicon

Ekki spurning Gunnar. Fréttatíminn er ekkert annað en góður auglýsingatími fyrir þessa aðila (nema Gnarr-inn því hann fellur niður um eitt eða fleiri þrep í hvert skipti sem hann tjáir sig um rekstrarmálefni borgarinnar).

Björn (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband