Einsdæmi, ráðherra sekur um lögbrot í starfi !!
10.2.2011 | 17:58
Nú er Svandísi Svavarsdóttur varla sætt lengur í stóli ráðherra!!
Þegar hún var dæmd sek í héraðsdómi fyrir löglausa embættisfærslu átti að sjálf sögðu að svipta hana ráðherraembætti. Ekki var það gert, heldur málinu áfrýjað til hæstaréttar!
Nú hefur hæstiréttur staðfest dóm héraðsdóms og því ljóst að Svandís braut íslensk lög í starfi. Ef hún ekki segir af sér sjálf, hlýtur hún að verða sett af, annað er gjörsamlega út í hött!!
Svandís Svavarsdóttir er sakamaður og á því ekki rétt á setu á þingi, hvað þá sem ráðherra!!
Sömu lög fyrir Flóahrepp og aðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og enn og aftur gera menn sér ekki grein fyrir hvað orð þýða en bulla bara og bulla
Tómas (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:07
Sakamaður er ekki það sem ég mundi nota hérna.
Varún aðstela? Drepa? nei.
Tómas (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:10
Hún braut lög, var dæmd fyrir það lögbrot í héraðsdómi og sá dómur staðfestur af hæstarétti. Þar af leiðir að hún er sakamaður, hún er sek um lögbrot!!
Gunnar Heiðarsson, 10.2.2011 kl. 18:28
Það er alrangt að ráðherra hafi brotið af sér eða framið glæp. Hún fór ekki eftir lögum! Þetta er eins og með stjórnlagaþingið, maður! Það var ekki framinn neinn glæpur - menn fóru bara ekki eftir lögum.
Ætli þetta hafi ekki bara verið Davíð að kenna? Best gæti ég trúað því
Flosi Kristjánsson, 10.2.2011 kl. 18:47
Datt í hug rétt i þessu, og tengist umræðunni út frá lögspekihliðinni: Ungur Sádi-Arabi var dreginn fyrir dóm í London fyrir að hafa drepið þjón sinn Hann þvertók fyrir það: "Ég drap manninn ekki! Ég stuðlaði að dauða hans með ólögmætum hætti!"
Flosi Kristjánsson, 10.2.2011 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.