Ríkisstjórnin eða icesave ?
10.2.2011 | 09:04
Ríkisstjórnin, nú með liðsinni Sjálfstæðisflokks, heldur því fram að vandi okkar felist fyrst og fremst í því að icesave skuli ekki vera leyst.
En er það svo? Er icesave aðalvandi þjóðarinnar?
Nei aldeilis ekki!! Vandinn er ekki vegna icesave deilunnar, vandinn er fyrst og fremst sjálf ríkisstjórnin!!
Það eru allir sammála um að eina leið okkar út úr kreppunni er með auknum gjaldeyristekjum. Þær fáum við einungis með aukinni framleiðslu. Aukin framleiðsla næst aðeins að með auknum fjárfestingum. Þar kemur vandamálið, ríkisstjórnin, eða að minnsta kosti hluti hennar vill að sú fjárfesting komi innan frá, alls ekki má hugsa þá lausn að fá erlenda fjárfesta inn í landið. Ekki nóg með að þetta sé hugsjón þessa hluta ríkisstjórnarinnar, heldur er þetta sýnt í framkvæmd!
Eitt skýrasta dæmi þessa er Magma málið og hvernig stjórnvöld hafa hagað sér í því. Það mál eitt hefur skaðað okkur meira en flest annað erlendis. Þó er það bara eitt að mörgum málum sem ríkisstjórnin hefur klúðrað.
Það er ekki ivesave sem stendur okkur fyrir þrifum, það er ríkisstjórnin.
Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að leysa eitt mál af hendi svo sómi sé að. Stax var farið í ESB aðlögun, það klauf annan stjórnarflokkinn og gerði stjórnina í raun óstarfhæfa. Til að það mál gæti gengið, var farið af fullum krafti í að leysa icesave deiluna, en lausn hennar er forsenda fyrir ESB aðlöguninni. Allur kraftur stjórnarinnar hefur síðan farið í þessi tvö mál og að reyna að halda þingmannahópnum saman. Allt annað hefur í raun setið á hakanum.
Uppbygging atvinnu hefur ekkert gengið. Lausn vanda heimilanna er einn stór brandari sem engu hefur skilað (brandari fyrir bankana). Upplausn og illindi innan stjórnarliðsins hefur verið rauður þráður þessarar stjórnar. Ýmsum gælumálum hefur verið reynt að koma á koppinn með misjöfnum árangri og jafnvel afskiptum hæstaréttar. Og nú er beytt hótunum um eignarnám ef ekki er farið að vilja stjórnvalda.
Pólitískur óstöðugleiki er það sem hræðir erlenda fjárfesta frá landinu, ekki icesave eða deilan um það mál.
Það er ekki icesave sem stendur okkur fyrir þrifum, það er ríkisstjórnin.
Nú hefur þessari óhæfu stjórn borist óvæntur liðsstuðningur og það frá erkióvini stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokki. Þarna er sá flokkur væntanlega að þakka fyrir allt það sem þessi stjórn hefur gert fyrir flokkinn og einstaka meðlima hans. Að þakka fyrir allt það hól sem hlotist hefur af vörum formanna stjórnarflokkana til Sjálfstæðisflokks! Að minnsta kosti er vart hægt að trúa því að gerðir þingmanna flokksins síðustu daga, sem hagsmunagæslu fyrir þjóðina!
Hverjar raunverulegar ástæður þingmanna Sjálfstæðisflokks eru, er erfitt að átta sig á en vissulega sönnuðust fræg orð eins þingmanns Samfylkingar, er hann flutti á þingi, illa fyrir kallaður, fyrir um tveim árum síðan.
Með þessari gjörð sinni framlengdi þingflokkur Sjálfstæðisflokks líf þessarar óhæfu stjórnar og um leið þær hörmungar sem fólk býr við og stóð um leið að því að setja nánast ókleyfar hindranir í götu þjóðarinnar til endurreisnar. Nema einhver önnur sjónarmið liggi að baki, til dæmis væntingar um stjórnarsamstarf við Samfylkingu.
Í öllu falli hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokks algerlega brugðist sinni skyldu og lagt enn frekari byrgðar og hörmungar yfir þjóðina. Hélt maður þó að óhæfu stjórnin hefði gert meira en hægt væri.
Lengi getur vont versnað!!¨
http://visir.is/hafa-miklar-ahyggjur-af-magma-malinu/article/2011877472123
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.