Að "deila" fullveldinu
9.2.2011 | 12:57
Steingrímur J, formaður Vinstri grænna, stendur þreittum og völtum fótum á rústum flokks síns. Hann berst fyrir tilveru sinni innan eigin flokks, sem hann klauf í herðar niður og vart hægt að hugsa sér að flokkur hans muni nokkurn tíman ganga aftur saman.
Í vikunni tókst þessum gamla stjórnmálaref það ómögulega, honum tókst einnig að kljúfa flokk höuðandstæðinganna. Þetta afrek verður seint leikið eftir og sennilega enginn stjórnmálamanni íslenskum tekist annað eins afrek.
Líkur eru á að þetta muni leiða til þess að þetta afrek formanns VG leiði til þess að upp úr núverandi stjórnarsamstarfi slitni og þá getur formaðurinn snúið sér að því að sópa saman leifum flokks síns og reynt byggja hann upp aftur. Eitthvað sem honum er ómögulegt að gera meðan hann er ráðherra, enda passar ráðherrastarf og ábyrgð ekki inn í hugmyndafræði flokksins.
Það er nefnilega þriðji aðili að þessu máli. Það er Samfylkingin. Að vísu verða sá flokkur að taka aðeins til hjá sér og skipta um formann, en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að nú er grundvöllur fyrir nýrri stjórn og það án kosninga, sem virðist vera eitthvað sem þeim flokki er ákaflega illa við. Nýrri stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Þá geta þessir flokkar farið á fulla ferð í ESB aðlögun, því jafnvel þó Sjálfstæðisflokkur sé klofinn, er sá klofningur fyrst og fremst á milli þingmanna flokksins og kjósenda, þannig að meðan ekki er kosið til alþingis, stendur sú stjórn nokkuð styrkum fótum.
Þá er ekkert lengur til fyrirstöðu að "deila" fullveldinu með ESB. Það má víst ekki lengur tala um að við séum að afsala fullveldinu með inngöngu, heldur "deilum" við því. Þetta er eftir áræðanlegum manni haft, að nafni Jean Claud Priris. Menn geta svo velt vöngum um hvernig okkur muni ganga með okkar 0,06% atkvæðavægi sem við fáum út úr þeirri deilingu!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.