Inga Lind sýnir kjark

Inga Lind sýnir þarna kjark, að þora að standa gegn öðrum sem kosnir voru á stjórnlagaþing og segjast treysta hæstarétti.

Þegar fólk lýsir vantrausti á æðsta dómstigi lands síns og dregur aðra með sér í þeim þankagangi, er illa farið. Að þeir sem kosnir voru af hluta þjóðarinnar til að vinna að tillögu um nýja og betri stjórnarskrá, skuli leifa sér slíkt er enn alvarlegra og vekur upp spurningu um hvernig tillaga að stjórnarskrá hefði komið frá fólki með þann hug.

Nú þurfa fleiri af þeim sem kosningu hlutu, að stíga fram og segja skýrt hvar þeir standa í þessu máli, fylgja eftir því fordæmi sem Inga Lind sýnir. Þetta er nauðsynlegt þar sem ekki er hægt að áætla annað en með þögn séu aðrir sammála því sem Gísli hefur lagt fram, enda segir hann að þetta sé gert í samráði allra tuttugu og fimm þeirra sem kosningu hlutu.

Nauðsynin er vegna þess að ef aftur verður kosið verðum við að vita hug þessa fólks, þannig að hægt sé að greiða atkvæði samkvæmt því.

Lágkúran í beiðni Gísla til hæstaréttar er alger. Hann fer fram á endurupptalningu þar sem frambjóðendur eða fulltrúar þeirra geta verið viðstaddir. Þetta er bara ein af þeim athugasemdum sem dómurinn gerði athugasemd um. Þau voru mun fleiri og alvarlegri. T.d. var kosningin ekki talin hafa getað verið leynileg, þar sem kjörbásar voru ekki taldir vera nægilega tryggilegir, ekki mátti brjóta atkvæðaseðil og kjörkassar voru ekki tryggir. Þetta er allt saman vafaatriði. Ef einhver efi er í kosningu getur hún ekki talist örugg. Ekki má svo gleyma því sem ekki var kært en er ekki síður alvarlegt, utankjörfundur. Hann var allt of stuttur og margir, sérstaklega sjómenn, misstu því rétt sinn til að kjósa.

Ráðherrar og sumir þeirra sem fengu kosningu hafa haldið því fram að enginn hafi skaðast eða orðið fyrir tjóni vegna þessara ágalla. Hvernig er hægt að fullyrða það? Efinn einn veldur tjóni! Það er ekki dómsins að sýna fram á að tjón hafi hlotist, heldur að tjón hefði getað hlotist, það er nóg!! í lýðræðisþjóðfélagi á ekki eða vera minnsti vafi um lögmæti kosninga. Um leið og einhver eftirgjöf er í því sambandi er auðvelt að halda áfram, ef nú er talið að í lagi sé að beygja lögin á einn hátt, er erfitt að standa gegn því að þau séu beigð á annan hátt næst. Það sjá allir hvert það getur leitt okkur. 

Vissulega eru menn breyskir og ekki hægt að ætlast til að dómarar séu öðruvísi. En það var fjölskipaður dómur hæstaréttar sem komst að þeirri samdóma niðurstöðu að kosningin væri ekki lögmæt. Efinn væri of mikill í of mörgum þáttum hennar og lög beinlínis brotin í öðrum. Dómurinn skiptist hins vegar í afstöðunni um talningu atkvæða.

Menn geta deilt endalaust um hver orsök þessa er, hvort löggjöfin hafi verið léleg, framkvæmdin röng eða eitthvað allt annað. Að minnsta kosti er orsökin ekki þeirra þriggja sem kærðu kosninguna og heldur ekki þeirra sem kosningu hlutu. Vissulega var löggjöfin ekki eins og best verður kosið, framkvæmdin var einnig röng.

Sá gjörningur sem Gísli Tryggvason var látinn framkvæma í gær, með eða án stuðnings þeirra annara er fengu kosningu, er ekki til fyrirmyndar. Hugsanlega er hann verkfæri einhvers annars, um það vil ég ekki tjá mig. Það er þó ljóst að sú fullyrðing hans að þetta væri vilji allra þeirra sem kosningu hlutu, er ekki rétt. Það er gott að innan kópsins eru einhverjir sem sýna skynsemi. Því fleiri sem koma fram og lýsa skoðun sinni, því betra fyrir okkur kjósendur.

 


mbl.is Rengir ekki niðurstöðu Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér með kjarkinn hjá Ingu lind

Eins held ég að það þurfi að fara fram umræða um svokallaðan " vilja þjóðarinnar" er þjóðin þau 34 % sem kusu eða 66% sem völdu að kjósa ekki ?

sæmundur (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband