Hættulegt að lesa DV !!
8.2.2011 | 12:14
Það getur verið skaðlegt geðheilsu manna að lesa DV. Hætta er á að menn missi vitið og riti athugasemdir sem ekki teljast til siðsamlegar, þó einungis sé í raun verið að endursegja fréttir blaðsins eða samþykkja þær.
Þetta er ekki einungis hættulegt geðheilsu manna, heldur getur þetta einnig komið illa niður á pyngju þeirra. Að menn verði lögsóttir ef þeir ekki greiði skaðabætur. Jafnvel þó þeir séu einungis að endursegja fréttir blaðsins eða samþykkja þær.
Ég vil þó benda þeim sem hafa kjark til að lesa þetta blað og ætla sér að gera athugasemdir við féttir þess, að ALLS EKKI skrifa neitt neikvætt um DV eða ritstjórn þess í þær athugasemdir. Þá er samstundis lokað fyrir allan aðgang viðkomandi að athugasemdakerfinu!!
DV hefur skýra stefnu varðandi ritun í athugasemdakerfið hjá sér:
1. regla: Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er, enda berð þú fulla ábyrgð á þeim skrifum, það kemur DV ekki við þó þeir sjá um að birta það.
2. regla: Ef þú hallar orði að ritstjóra blaðsins er samstundis lokað fyrir þinn aðgang!!
Tvær einfaldar og skýrar reglur sem allir ættu að geta lært!!
Hóta málsókn verði ekki beðist afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já meyra að segja ég gæti lært þessar reglur, þær eru fólgnar í því að lesa ekki blaðið!! Mjög einfalt.
Eyjólfur G Svavarsson, 8.2.2011 kl. 15:42
Sammála Eyjólfi, les það aldrei , við blístrum bara í staðinn, enda er það fínt fyrir taugarnar!
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2011 kl. 03:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.