Aftur til fortíðar !!
8.2.2011 | 10:17
Við erum komin aftur til fortíðar. Bankarnir eru aftur farnir að skipa eftirlitsstofnunum fyrir verkum!
Samkeppniseftirliti er hótað af banka og það lippast niður. Hefur ekkert lærst af hruninu?!
Í þessu máli hótar bankinn að loka svínabúum sem hann hefur komist yfir, ef samkeppniseftirlitið ekki færi að vilja bankans! Auðvitað er þetta gert til að koma þessum búum í hendur vildavina bankans og eyða allri samkeppni í framleiðslu svínakjöts. Auðvitað mun svo þetta fyrirtæki loka þessum búum til að minnka framboðið og hækka verð á afurðum sínum.
Síðustu daga hafa bankarnir farið mikinn í auglýsingaherferðum, svona rétt eins og fyrir hrun! Liggur við að sömu auglýsingar séu notaðar og þá, að minnsta kosti eru sömu loforðin gefin og í þá daga!
Það hefur oft verið sagt að Íslendingar séu fljótir að gleima því sem miður fer, þá aðallega í pólitík. Varla trúi ég þó að minnið sé svo skammt að þessar aðferðir bankanna verði látnar óátölulausar. Vissulega munu stjórnvöld ekki gera neytt gegn bönkunum, þó það sé þó þeirra verk! Samkeppnisstofnun er óhæf og því spurning hvað skal gera.
Arion banki hótaði að loka svínabúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.