Pólitík og menntastofnanir !

Hvernig þjóðfélag er þar sem dómarar láta ekki lögfræðilegt mat sitja í fyrirrúmi þegar þeir kveða upp dóma?

Að rektor við einn háskólann skuli leyfa sér að halda því fram að dómarar eigi að beyta einhverri "tækni" við úrskurð mála og jafnvel að nota önnur rök en lögfræðileg, er stór undarlegt og spurning á hvaða forsendum þessi persóna starfar sem rektor við háskóla.

Dómarar læra ekki neina "tækni". Þeir læra lögfræði og þeim ber að fara að lögum.

Vissulega er það rétt hjá rektornum, lög svara ekki öllum spurningum. Þess vegna höfum við dómstóla. En lögin hljóta þó alltaf að verða dómurum leiðarljós og þar sem þau svara, verða þeir að fara eftir því. Það er ekki hægt að túlka lögin eftir því hver á í hlut eða um hvað er fjallað.

Ef einhver málaflokkur þykir vera misfarinn fyrir dómum, er það alþingis að breyta lögum, þeim málaflokki til bóta. Ekki dómara að túlka þau eftir efni því er fyrir hann er lagt.

Við vitum og höfum áþreifanlega orðið vör við það, að háskólasamfélagið er orðið mjög sýkt af pólitík. Margir innan þess hafa oftar en ekki undanfarið látið fræðin víkja fyrir pólitískum sjónarmiðum ákveðinna stjórnmálaflokka. Nú virðist sem háskólasamfélagið sé að fara á nýja braut, að efast um hæfi dómsvaldsins. Að þar eigi fræðin einnig að víkja fyrir einhverjum öðrum sjónarmiðum!

Þessi þróun er uggvænleg og ekki til að auka veg og vegsemd háskólanna. Enn síður til þess fallin að auka trú á pólitískum fulltrúum landsins.

Það er spurning hvort ekki sé jafn hættulegt eða jafnvel hættulegra fyrir þjóðfélagið að pólitík skuli ráða við val í æstu embætti mentastofnana, en í embætti dómara. Það eru jú menntastofnanir sem ala upp dómarana!

Þegar póltík hefur yfirtekið helstu mentastofnanir er þjóðin komin á hálann ís! 

 


mbl.is Lögin svara ekki öllum spurningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband