Kjarklausir þingmenn !!

Árið 1956 var landhelgin færð út í 4 mílur, 1958 í 12, 1972 í 50 og 1975 í 200 mílur.

Það er deginum ljósara að ef við hefðum haft jafn duglitla menn á þingi þá eins og nú, mættum við þakka fyrir að mega dorga á bryggjunum!!

Allar þesar útvíkkanir okkar á landhelginni voru einhliða af hálfu Íslendinga og allar stönguðust þær á við alþjóðalög, eða höfðu að minnsta kosti ekki lagalegan bakgrunn. Samt tókst okkur þetta. Ekki síst vegna þess að þing og þjóð stóð saman.

Það sem meira er, okkur tókst með þessu að verða leiðandi á alþjóðavettvangi, þar sem 200 milna efnahagslögsaga var samþykkt meðal strandríkja í kjölfarið.

Nú er deilt um hvort við eigum að taka á okkur löglausar skuldbindingar sem geta verið frá nokkrum tugum miljarða til nokkur hundruða. Hver endanleg lokatala verður er ekki vitað en þar spila inní margir breytilegir þættir.

Vilji þjóðarinnar í þessu máli er skýr. Það sama verður ekki sagt um það huglausa fólk sem situr á þingi og kallast alþingismenn.

Ef um væri að ræða lögmæta skuldbindingu væri ekki undarlegt þó menn deildu, en svo er ekki. Að vísu tókst ríkisstjórninni að fá lögfræðilegt mat fjögurra lögfræðinga sem segir hvorki af né á um hvort við gætum tapað þessu máli fyrir dómi. Hins vegar hafa allir þeir erlendu lögfræðingar sem fjallað hafa um þetta, verið sammála um að rétturinn sé allur okkar, þetta er sama niðurstaða og flestir seðlabankastjórar landanna í kringum okkur telja, auk bankastjóra seðlabanka ESB. Það eru einungis nokkrir hagfræðngar sem efast, en það er ekki út frá lögfræðilegu sjónarmiði, heldur hagfræðilegu.

Því er staða okkar gegn erlendum kúgurum mun sterkari nú en í landhelgisdeilunni. Munurinn er bara einn. Nú hafa þingmenn ekki kjark til að standa með þjóð sinni!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar; æfinlega !

Þakka þér fyrir; þessa þörfu ádrepu, luðrunum til handa.

Hann var reffilegri; Höfðinginn aldni, úr Trostansfirði, Matthías gamli Bjarnason, þegar hann dreif út yfirlýsinguna, um 200 Mílurnar - í stað 50 Mílnanna, árið 1975 - þó svo; útfærzlan, af hálfu Lúðvíks heitins Jósepssonar, árið 1972, muni ekki síður, en aðrar fyrri, lifa í endur minningunni.

En; þessir garpar, voru heldur ekki hangandi, á hurðahúnum nýlendu veldanna gömlu - eins og úrhrök samtíma okkar; þau Jóhanna - Bjarni og Steingrímur J.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband