Listin að tala í kross
5.2.2011 | 15:16
Það er umhugsanarvert þegar flokksmenn innan stæðsta stjórnmálaflokks landsins eru farnir að deila um réttlæti.
En verr er þó þegar stjórnmálafræðingur innan flokksins, Stefanía Óskarsdóttir segir að landsfundur Sjálfstæðisflokks hafi verið auka landsfundur og því ekki að marka þær ályktanir sem fram komu á honum. Ég spyr Stefaníu að því hvort Bjarni Ben sé þá yfirleitt formaður flokksins?
Bjarni heldur því fram að hann hafi ekki svikið þá stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi, en segir þó að sú stefna hafi hjálpað til. Að sú eindrægna afstaða að ekki skuli samþykktar löglausar kröfur hafi leitt til þess að betri samningur náðist um þessar löglausu kröfur. Því sé rétt að samþykkja þær!!
Þetta fólk taar í kross. Í sömu setningu segir það að svart sé hvítt!! Svona rétt eins og það sé komið í lið með Vinstri grænum!!
Það skelfilegasta við þetta mál allt er þó að það lengir líf ríkisstjórnarinnar. Ekki einungis vegna þess að ríkisstjórninni hefur tekist það undarlega að koma ábyrgð icesave samningsins alfarið af höndum sér yfir á Sjálfstæðisflokkinn, heldur og ekki síður vegna þess að nú er ekki lengur til á þingi raunhæf stjórnarandstaða. Þá hefur formanni Sjálfstæðisflokksins tekist að kljúfa flokkinn og með því stuðlað að því að ekki er víst að flokkurinn eigi kost á ríkisstjórnarsamstarfi, þegar kosið verður til þings næst.
Þetta vekur einnig upp þá spurningu um hvað núverandi meirihluti þingmanna flokksins ætla að gera í sambandi við ESB. Á sama landsfundi og eindregin afstaða var tekin gegn icesave, var einnig samþykkt að flokkurinn beytti sér fyrir því að aðildarumsóknin yrði dregin til baka. Samkvæmt orðum Stefaníu var sá landsfundur ekki marktækur. Á það einnig við um ESB? Ætlar Bjarni að svíkja þá samþykkt líka?
Ef svo er virðist sem honum sé nokk sama um samþykktir þess landsfundar er kaus hann formann!! Það fólk sem sótti þann fund er ekki marktækt. Hver er þá staða hans innan flokksins?
Ekki gegn ályktun landsfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn. "Samstæðisflokkinn" mun ég aldrei kjósa. Blessuð sé minning Sjálfstæðisflokksins.
PS: Losið ykkur við formanninn, eða flokkurinn er dauður.
Minningarorð. (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 16:42
Að kjósa Icesave er að leggja blessun sína yfir siðlaust arðrán á þriðja heims þjóðum sem eru að slignast undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að bregðast fátækustu þjóðum heims á úrslita stundu í stað þess að koma með gott lagalegt fordæmi um undankomuleið frá þjóðarskuld. Þjóðarskuldir drepa lítil börn á hverri sekúndu, og drepa fleiri en sjúkdómar og matarskortur til samans. Það eru þjóðarskuldir sem lama Afríkuríkin umfram allt. Að kjósa Icesave, eða leggja blessun sína yfir það á nokkurn hátt, er að vera siðleysingi og viðbjóður sem getur ekki kallað sig manneskju, og á sjálfur skilið að deyja eins og börnin sem eru að deyja núna undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að vera hugleysingi og ragmenni sem þorði ekki að berjast fyrir réttlætinu, og á ekkert gott skilið.
Að kjósa Icesave er að vera viðbjóður.
Ég kýs ekki Icesave!
Make Poverty History!
makepovertyhistory.org
makepovertyhistory.org (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.