Enn bætist á lista óhæfuverka stjórnvalda
25.1.2011 | 20:19
Það var fróðlegt að horfa á þingmenn og ráðherra tjá sig um niðurstöðu hæstaréttar.
Ráðherrar og stjórnarþingmenn efuðust um niðurstöðuna, þó innanríkisráðherra segðist að sjálf sögðu hlýta henni. Ekki var það þó að heyra á af vörum forsætisráðherra! Hún sagði að stjórnlagaþing yrði, hvað sem hver segði, jafnvel þó það yrði gegn niðurstöðu hæstaréttar! Sér til stuðnings höfðu stjórnarliðar þingmann Hreifingarinnar.
Stjórnarandstöðuþingmenn bentu á að samkvæmt niðurstöðunni væri kosningin ógild og því kæmi stjórnlagaþing ekki saman að óbreittu.
Einn þingmaður stjórnarandstöðunnar tók þó allt annan pól í hæðina og vildi að þingið skoðaði sín mál af kostgæfni. Hann benti á að Alþingi Íslendinga er elsta lýðræðislega stofnun heims og þingmenn kosnir þangað lýðræðislegri kosningu. Hins vegar væri þingið búið að missa trúverðugleika sinn og kastaði fram þeirri spurningu hvort það væri vegna vinsældarpólitíkur. Umhugsanaverð orð!!
Það sem var sorglegt að sjá, í umræðunni um þetta alvarlega mál, var að forsætisráðherra gat ekki haldið aftur af sér og flissaði eins og skólastelpa undir ræðu þingmanna! Frekar ósmekklegt!
Stjórnarliðar töluðu mikið um að verið væri að fara að vilja þjóðarinnar í þessu máli og því nauðsynlegt að komast framhjá niðurstöðu hæstaréttar með öllum ráðum. Vissulega er verið að fara að vilja þjóðarinnar um stjórnlagaþing, þ.e. einum þriðja hennar! Tveir þriðju þjóðarinnar vill ekki stjórnlagaþing, það sást best í kosningunni sjálfri. En í þessu máli eins og öðrum, heldur frú Jóhanna að hennar vilji sé sjálfkrafa vilji þjóðarinnar!
Stjórnarliðar og þá einkum innanríkisráðherra, talaði mikið um að ekki hafi verið brotið á neinum. Hvaða sönnun hefur hann fyrir því? Ég tel að stórlega hafi verið brotið á mínum rétti. Með því að bjóða mér til kosninga þar sem ekki var hægt að greiða leynilegri kosningu og mér skipað að setja óbrotinn kjörseðil í ólæstan pappakassa, var verið að brjóta á mínum rétti til leynilegrar og öruggrar kosningar. Því sá ég mér ekki fært að kjósa. Það var vissulega brotið á mér, þó ekki hafi ég kært kosninguna.
Kunnuglegir taktar forsætisráðherra í lokaræðu sinni voru henni til skammar. Þar fór hún hamförum í geðveikislegum upphrópunum um að allt væri íhaldinu að kenna, það væri íhaldið sem væri á móti stjórnlagaþingi og það væri íhaldið sem yfirleitt væri orsök alls hins illa. Það er gott að geta kennt öðrum um eigin mistök!!
Ef stjórnvöld ætla að lítilsvirða hæstarétt með því að fara framhjá niðurstöðu hans, er hún blindari og spilltari en áður var talið. Varla hélt maður þó að svo gæti gerst!!
Rikisstjórnin stendur nú frammi fyrir tveim kostum: Að draga til baka stjórnlagaþing eða koma fram með ný lög um nýtt stjórnlagaþing og nýjar kosningar. Það kostar vissulega mikla peninga, sem auðvitað væri betur varið til annara nota. Nú þegar er búið að kasta yfir fimmhundruð miljónum í þetta gæluverkefni Jóhönnu. Þar af eru um tvö hundruð miljónir vegna kosningarinnar sjálfrar, hitt vegna þess að stjórnvöld vildu ekki hlusta og bíða, þegar kærur komu fram. Stjórnvöld hefðu því getað sparað um eða yfir þrjú hundruð miljónir með því að bíða eftir dómi hæstaréttar!
Þau lög um stjórnlagaþing sem alþingi samþykkti á síðasta ári, eru um þetta sjórnlagaþing. Því fellir niðurstaða hæstaréttar í raun úr gildi núverandi lög um stjórnlagaþing.
Vissulega er einungis ein rökrétt niðurstaða eftir þennan dóm hæstaréttar, það er kosning um hvort halda eigi stjórnlagaþing!
Þetta mál allt er stjórninni til háborinnar skammar og bætist við þann langa lista óhæfuverka sem hún á að baki. Hvenær linnir þessu rugli?
Íhaldið er skíthrætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.