Hvað er það í samtalinu sem King vill ekki að heimurinn heyri ?

Það gefur auga leið að andstaða Kings við birtingu samtalsins bendir til að hann sé að ljúga. Annað verður ekki skilið.

Sú aðferð stjórnvalda að ætla að leyna þessu fyrir almenning er ekki til þess fallin að auka traust á stjórninni. Þetta er yfirhylming og engum til framdráttar nema Bretum.

Auðvitað eiga íslensk stjórnvöld ekki að hlusta á manninn, ef fullyrðingar Davíðs eru á rökum reystar á ekki að hika við að birta þetta samtal, það kemur ekkert málinu við hvort King vissi að samtalið var hljóðritað eða ekki. Innihaldið er margfallt þíðingarmeira fyrir okkur en svo. Fyrir okkur Íslendinga skiptir það einu máli hvort við þurfum að greiða icesave.

 


mbl.is Fengu að sjá samtal Davíð og Kings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki heldur almenningi í Bretlandi til framdráttar að svikari í þeirra eigin landi vilji hylma yfir óheiðarlegar viðskipta-aðferðir! Nú stendur Davíð sig vel og virðum það sem gott er og þökkum fyrir að einhver þorir að tala í þessu samfélagi, án þess að persónugera allt sem sagt er!

 Óheiðarlegir viðskiptahættir eiga ekki rétt á sér neins staðar í heiminum.

 Mannréttindi gilda um allar manneskjur, óháð þjóðerni, efnahag og litarhætti! Stöndum öll saman til að allir þori að segja frá! Hættum að persónugera allt sem sagt er. Fjölmiðlarnir stjórna umræðunni á Íslandi með eineltis-umfjöllun af verstu gerð. En þeir geta það ekki ef við stöndum saman um að segja sannleikann á gagnrýninn, óháðan og ópólitískan hátt!

 Ekki skrýtið að áhugi sé lítill á að svara spurningum slíkra fjölmiðla!

 Fjölmiðla-umfjöllunin á Íslandi er eineltis-smánarblettur á þessu samfélagi, sem telur sig siðmenntað mannréttinda-samfélag! sem varð þessu samfélagi og öðrum að falli með sinni þöggun þvert á lög og rétt!

 Opinbert einelti og mannréttindabrot eru fjölmiðlanna aðalsmerki að undanskildum tveimur, sem ekki eru ríkisreknir!

 Mótsögnin gæti ekki verið meiri!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.1.2011 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband