Hvaða viðræðum ?

Baugstíðindin spyrja fólk hvort það vilji að aðildarviðræðum verði haldið áfram og fólk fái síðan að kjósa um samning.

Hvaða aíldarviðræður? Og hvaða samning?

Það eru engar samningsviðræður í gangi. Nú er verið að skoða hvað það er sem vantar upp á okkar löggjöf, svo hún samræmist ESB löggjöfinni. Þegar því er lokið hefjast breytingar á þeim þáttum okkar löggjafar sem breyta þarf. Reyndar liggur núverandi stjórn svo á að komast inn í ESB að þegar er hafin samræming okkar löggjafar við ESB.

Þetta kallast á máli ESB "AÐLÖGUN", að verið sé að aðlaga okkar löggjöf og stjórnsýslu svo hún samrýmist þeirra. Þetta hafa ALLIR fultrúar frá ESB fullyrt, þetta kemur einnig skýrt fram í Lissabonsáttmálanum. Össur heldur öðru fram og því miður virðast margir trúa honum frekar en fulltrúum ESB!

Því hefðu Baugstíðindin frekar átt að spyrja hvort fólk vildi að aðlögun okkar að ESB yrði haldið áfram, eða hvort stöðva ætti þetta ferli.

Það er eina rétta spurningin. Það er ekki víst að svörin hefðu farið á sama veg þá.

Það er hægt að afvegaleiða fólk með röngum spurningum, en niðurstaðan er jafn röng á eftir. Það sem kemur þó mest á óvart er að það skuli vera svona margir Íslendingar sem vilja frekar trúa einum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, en öllum þeim fjölmörgu fulltrúum ESB sem hafa tjáð sig. Þeir fulltrúar allir hafa marg oft sagt að ekki sé um samningaviðræður að ræða, heldur aðlögun. Að Ísland sem umsóknaraðili verði að gangast undir löggjöf og stjórnskipulag ESB. Að engar varanlegar undanþágur séu í boði.

Því er út í hött að tala um samningaviðræður eða einhvern samning!!

 


mbl.is Meirihluti vill halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega heila málið og gott að þú komst innná þetta það eru engar samningaviðræður í gangi og verða ekki.  Það eru margir mánuðir síðan stækkunarstjóri ESB, stoppaði bullið í Össuri af og sagði að það yrðu ENGAR undanþágur veittar til handa Íslendingum.  Enda er ESB bundið af "Rómarsáttmálanum", sem er grundvöllur ESB og þess eru ENGIN fordæmi að hvikað hafi verið frá honum, ríki hafa jú fengið frest til aðlögunar en það hafa ALDREI verið veittar UNDANÞÁGUR og hvernig stendur á að menn halda að það verði gert núna??

Jóhann Elíasson, 24.1.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband