Hvenær linnir þessari vitleysu
22.1.2011 | 10:47
Enn berast fréttir af auknum sköttum! Nú skal ráðist á þá sem minna mega sín, eins og háttur stjórnvalda er.
Hverjir eru þeir sem eiga "eldri bifreiðar"? Ekki auðmennirnir, svo mikið er víst! Það er það fólk sem ekki hefur efni á að endurnýja sína bila, fólkið sem verr er sett í þjóðfélaginu. Fólk sem verður að eiga bíl til að geta sótt vinnu! Nú skal enn frekar að því sótt!!
Eldri bílar sem ekki hafa skráða losun koldíoxið í sinni skráningu verða nú skattlagðir sem fyrr, eftir þyngd. Þó munu ný viðmið verða notuð, miðað við hvert kíló bifreiðar er ákveðin 0,12 grömm af koldíoxiði. Þessi kerfisbreyting mun hækka gjöld á eldri bifreiðum. Enn er því sótt að þeim sem minnst mega sín og geta ekki hönd borið yfir höfuð sér fyrir svipu þrælahaldaranna í stjórnarráðinu!!
Það er annar flötur á þessu máli einnig. Hvað með fornbíla? Hingað til hafa þeir verið undanskildir bifreiðagjöldum. Verður svo áfram, eða mun þessi skattur einnig leggjast á þá?
Það er ljóst að skattheimta stjórnvalda er komin algjörlega út úr böndunum. Verst er þó sú stefna stjórnvalda að ráðast alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur. Þau vita sem er að þeir sem minnst hafa eiga erfiðast með að mótmæla.
Þrælsótti þjóðarinnar er algjör.
Gjöld á eldri bifreiðar hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessu linnir þegar þessi "ríkistjórn" fer frá með góðu eða illu.
Spurningin er hvort sú ríkistjórn sem tekur við treysti sér til að lagfæra álögur vinstri stjórnarinnar !
Ekki sé ég það fyrir.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.