Þegar pönkarar og skemmtikraftar taka völdin

Það er hart að vera svo í sveit settur að ákvarðanir sem teknar eru í öðrum hrepp skuli setja manni stór aukna skatta. Þetta tíðkast þó á Íslandi.

Sú staðreynd að sveitastjórn Reykjavíkurhrepps skuli geta einhliða ákvarðað skatta og gjöld íbúa fjölda annara hreppa landsins er staðreynd, þó hafa íbúar þeirra ekkert um það að segja hverjir eru kosnir til sveitastjórnar Reykjavíkurhrepps.

Sumir lenda illa fyrir þessari breitingu en aðrir enn verr. Eins og svo oft áður er tækifærið notað við skipulagsbreytingu að hækka gjöldin verulega í leiðinni. Ég þekki til þar sem maður situr uppi með gamalt iðnaðarhúsnæði sem hann getur ekki selt. Engin starfsemi er í húsinu og það eingöngu notað sem geimsla. Hingað til hefur ekki verið rukkað vatnsgjald af þessu húsi, enda engin vatnsnotkun í því og frárennslisgjaldið hefur verið hóflegt, enda bara eitt niðurfall, sem reyndar tengist ekki frárennsliskerfi OR. Nú stendur þessi maður frammi fyrir því að þurfa að borga yfir hundrað þúsund krónur á ári í frárennslis og vatnsgjald, fyrir eitthvað sem ekki er notað og hefur ekki verið um nokkurra ára bil. Hann getur þó ekki selt húsnæðið.

Að svona staða skuli geta komið upp er auðvitað fáráðnlegt. Hvers vegna í ósköpunum þarf þessi maður og reyndar allir íbúar fjölda hreppa utan Reykjavíkurhrepps, að taka á sig mistök eða heimsku íbúa Reykjavíkurhrepps? Hvers vegna þarf það að bitna á íbúum fjölda hreppa landsins þó íbúar Reykjavíkurhrepps séu svo fávísir að kjósa pönkara og misheppnaða skemmtikrafta í sveitastjórn?

Það er eitthvað stórkostlega bogið við íslenskt líðræði!!

 


mbl.is Vatns- og fráveitugjöld innheimt sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband