Að kaupa sér frið
19.1.2011 | 14:46
Umræðan um Magma er orðin nokkuð undarleg. Það liggur fyrir að fyrirtækið hefur þegar keypt HS Orku og tvisar hefur verið farið yfir þá sölu. Í bæði skiptin varð niðurstaðan sú að um löglegan gjörning var að ræða.
Nú telja formenn stjórnarflokkanna ekkert mál að snú við dæminu, eftir að hafa fengið í hendurnar undirskriftasöfnun um það. Þau segja að ekkert mál sé að semja við Magma um að þeta verði látið ganga til baka, en hóta þó í leiðinni eignarnámi. Hvers vegna ætti Magma að fallast á að þetta gangi til baka? Er einhver skynsemi í því, frá þeirra bæjardyrum séð? Varla, enda hafa þeir enga ástæðu til.
Þá er eignarnámið eftir, sem stjórnvöld hóta. Steingrímur og Jóhanna vita bæði að sá kostur er ekki til staðar, eða ég vona að þau hafi einhverja smá innsýn í íslensk lög. Eignarnámi verður því aðeins beitt að um almannaheill sé að ræða. Fjölmörg dómsmál hafa fallið um eignarnám í gegn um tíðina. Þar að auki ber ríkinu að bæta þeim sem verður fyrir eignarnámi skaðann að fullu.
Hvort um almannaheill sé að ræða verður erfitt að rökstyðja, ef ekki útilokað. Bæturnar sem ríkið verður að borga, ef því tækist að sýna fram á almannaheillina, er meira en það ræður við.
Vissulega er það óheillaþróun ef erlendir fjárglæframenn komast yfir nýtingu orkuauðlindanna og spurning hvort ekki eigi að sporna gegn því. Það er bara ekki lengur um þá spurningu að ræða í máli Magma og HS Orku. Það mál er lengra komið en svo að því verði snúið við.
Það kaldhæðnislegasta í þessu máli er þó það að núverandi stjórnvöld HÖFÐU tækifæri til að taka í taumanna, meðan enn var hægt að gera eitthvað. Þau gerðu það hins vegar ekki, þrátt fyrir að fjölmargir vöruðu við. Ekki einu sinni var gerð könnun á kaupandanum áður en salan var samþykkt.
Því er varla að búast við að stjórnvöld geri neitt núna, þegar ekkert er í raun hægt að gera.
Það hvarflar að manni að stjórnin sé að nota þetta mál ti að snúa fjölmiðlum frá hinum raunverulega vanda stjórnarinnar. Frá getuleysinu og illdeilunum sem ríkja á stjórnarheimilinu, að ekki sé minnst á þann ófrið sem ríkir innan VG.
Að enn einu sinni sé verið að kaupa frið.
Eignarnám gæti orðið dýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá vantar ekki peninga!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 20.1.2011 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.