Að sparka í liggjandi og særðan

Enn vinnur Samfylkingin hörðum höndum að því að sprengja ríkisstjórnina. Samstarfsflokkurinn sem liggur helsærður á götunni, þykir þeim hæfilegur andstæðingur til að sparka í, vitandi að þeir geta lítið gert sér til varnar.

Nú er einn ráðherrann upplýstur um að ferli sem hann hefur alla tíð mótmælt, er komið á fulla ferð, án hans aðildar. Það er undarleg stjórnsýsla sem tekur völd af ráðherra án hans vitundar, en þó ekki óþekkt af hálfu Samfylkingar. Þetta gerði hún einnig við einn ráðherra sinn í Þingvallastjórninni, þannig að þeir hafa þekkinguna.

Þetta leiðir hugann að því hver hlutur VG er í raun í ríkisstjórninni. Hvort ráðherrar VG séu einungis upp á punkt en ráðuneytunum stjórnað af Samfylkingu.

Það er ljóst að þessi stjórnunaraðferð mun ekki auka líkur á sameinigu VG, þvert á móti.


mbl.is Sameiningarferli hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband