Mun fara í sögubækur

Þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar mun fara í sögubækur framtíðarinnar, þar mun hún lenda í flokki með miglaða mjölinu sem Danir seldu þjóðinni á tímum einokunarinnar!

Þarna tókst lánastofnunum að nauðga stjórnvöldum. Með þessum aðgerðum hafa stjórnvöld sagt amen við þeirri eignaupptöku sem lánastofnanir standa fyrir og sýna með því landsmönnum fingurinn!

Það er ljóst að einungis örfáir munu geta nýtt sér þær aðgerðir sem þarna eru settar fram. Flestir þeirra sem uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir aðstoð eru annað hvort komnir á hausinn eða svo illa er farið fyrir þeim að þessi aðgerð hjálpar þeim ekkert! Hinir sem enn strögla og ná ekki hinum guðdómlegu viðmiðum lánastofnana, munu halda áfram fram á bjargbrúnina!

Hvaða réttlæti er fólgið í því að hjálpa þeim sem keyptu sér íbúð á 100% láni og kannski bíl í leiðinni, einnig á 100% láni, en hjónin sem keyptu íbúðina við hliðina lögðu fram eigið fé fyrir 50% að kaupverði, tók lán fyrir restinn og aka um á tuttugu ára gömlum bíl, fær enga aðstoð?

Það er ljóst að þeim sem keyptu á 100% láni dugir ekki lækkun höfuðstóls niður í 110% af veði, þau eru jafn illa sett og áður og stefna beint á hausinn, einungis er verið að lengja örlítið í ólinni!

Það er einnig ljóst að þeir sem lögðu fram eigið fé fyrir hluta kaupverðsins hafa tapað því. Þeir áttu hálfa eignina í upphafi en nú á bankinn hana nærri alla. Þetta fólk er að komast í sömu vandræði og það sem tók 100% lánið. Eini munurinn er að ekki hefur verið neitt lengt í þeirra hengingaról!

Sú staðreynd að stjórnvöld ætli að hjálpa þeim sem í raun engu hafa að tapa, þar sem það lagði ekki til eigið fé í upphafi, en ekki þeim sem áttu peninga og lögðu þá í sína eign og bankinn á núna, er í algjörri andstöðu við það sem þessi stjórn hefur haldið fram.

Ein helstu rök fjármálaráðherra gegn þeirri hugmynd að leiðrétta lán með flatri leiðréttingu, var að þá fengju þeir sem óvarlega fóru meira en hinir sem sýndu fyrirhyggju. Hvernig virkar þessi aðgerð? Þeir sem sýndu fyrirhyggju fá EKKI NEITT, en hinir allt, ef hægt er að segja það, því í raun fá þeir ekkert heldur, þetta eru þegar afskrifaðar kröfur!!

 


mbl.is Aðgerðir vegna yfirveðsetninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband