Fleira þarf til
12.1.2011 | 11:02
Fjármálaráðherra er kokhraustur að vanda.
Í viðtali við Bloomberg (Ómar Valdimarsson) segir hann að öruggt sé að fjárfesta á Íslandi. Ástæðan sé að skuldatryggingaálagið sé orðið eins og fyrir hrun.
Það þarf fleira að koma til en skuldatryggingaálag svo fjárfestar fari að nota sína fjármuni hér á landi. Það sem mestu máli skiptir er hversu áreiðanleg stjórnvöld eru. Það er vart spennandi kostur fyrir nokkurn að koma með fjármagn sitt til lands þar sem stjórnvöld hlaupa úr og í, þar sem einn ráðherra segir eitt en annar eitthvað allt annað, þar sem stjórnvöld fara hamförum í skattálagningu og allt gert til að tefja fyrir, sérstaklega ef um erlenda fjárfesta er að ræða. Hver vill fjárfesta í landi sem hefur nýlega hækkað;
- tekjuskatt af fyrirtækju,
- fjármagnstekjuskatt,
- tryggingagjald,
- virðisaukaskatt,
- útsvar,
og bætt við eftirfarandi sköttum;
- hátekju og auðlegðarskatti,
- umhverfisskatti,
- orkuskatti,
- launaskatti á arð,
- skatti á gengislánainnreikninga og
- afdráttarskatti af vaxtagreiðslum.
Það er hætt við að menn horfi til þessa ekki síður en skuldatryggingaálagsins. Það sem fjárfestar sjá þegar þeir skoða þetta eru stjórnvöld sem engan veginn er hægt að treysta, þeir sjá land sem stjórnað er af mönnum sem svífast einskis til að komast í vasa þeirra sem einhverja peninga eiga og reyndar hinna einnig. Fjárfestar fara einfaldlega eitthvað annað með sitt fjármagn, en til þess lands!!
Öruggt að fjárfesta á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var nú gott.. selja Ísland bara?
Jobbi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.