Hraði háður aðlögun = aðlögunarferli !!

Enn og aftur eru forsvarsmenn ESB að reyna að koma réttum skilaboðum til Íslendinga.

Nú er það Angela Filote sem tjáir sig. Hún bendir á þá staðreynd, sem reyndar hefur oft áður verið bent á, að hraði viðræðna ákvarðist af hraða við að aðlaga reglu og lagaverk okkar að ESB. Hún tekur einnig skýrt fram að um sé að ræða þann hluta regluverksins sem ekki fellur undir EES samninginn!!

Angela Filote segir að þetta hafi verið skýrt tekið fram í þeim viðræðuramma sem kynnt var Íslenskum stjórnvöldum í júlí 2010 og engin mótmæli komið fram af hálfi Íslendinga. Þetta sé sá grunnur sem samninganefnd ESB hafi leifi til að vinna eftir.

Hvar var Össur þegar þessi fundur fór fram? Hann hefur kannski bara dottað!!

Það er ljóst að samkvæmt þessu verður þingflokkur VG annað hvort að kyngja stoltinu og leggjast enn betur undir Samfylkinguna, eða að standa að því að umsóknin verði dregin til baka!!

Þessi yfirlýsing Angelu Filote kemur svo sem ekki á óvart, er í samræmi við allar þær yfirlýsingar sem áður hafa komið frá talsmönnum ESB og í samræmi við Lissabonsáttmálann. Það vekur hins vegar undrun að Össur og hans stuðningsmenn skuli enn reyna að halda fram því gagnstæða. Mesta undrun vekur þó að Steingrímur J skuli frekar trúa Össur einum en öllum talsmönnum ESB.

Það er ljóst að við erum í aðlögunarferli og hefur verið ljóst um nokkuð langan tíma. Vissulega hafa ýmsir misvitrir menn, með aðstoð fréttastofu RUV og Baugstíðindum, haldið öðru fram og svo mun verða áfram.

Varðandi Baugstíðindin er svo sem ekki margt að segja. Þau eru rekin af hrunverjum og stýrt af eldheitum ESB sinnum, þannig að menn verða að lesa þann snepil með þeim augum. Verst er þó að horfa uppá hvernig fréttastofa RUV hefur látið véla sig til pólitísks áróðurs. Það er skelfilegt að sú stofnun skuli ekki treysta sér til að flytja fréttir af heiðarleika, eins og landsmenn eiga þó kröfu til!!

 


mbl.is Umboðið byggt á aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband