Svikaöflin í VG unnu þessa orustu, en stríðinu er ekki enn lokið!!

En situr við það sama innan þingflokks VG og ríkisstjórnarinnar. Fundurinn sem átti að leysa vandamálið skilaði litlu sem engu.

Niðurstaðan var að þremenningarnir munu verja stjórnia falli en eru þó ekki sáttir við stjórnarlagið, hvernig sem það getur komið heim og saman! Þetta er ekki nein lausn á vandanum, þetta lá fyrir strax eftir sögulega atkvæðagreiðslu um fjárlögin.

Björn Valur, málpípa formannsins, opinberaði vel þann djúpa ágreining innan þingflokks VG og blindni formannsins á vandanum, þegar hann sagði fyrir fundinn að þremenningarnir yrðu að gera upp við sig hvort þeir ætli að styðja ríkisstjórnina. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur, heldur um hvernig stjórnin vinnur. Það er spurning hvort Björn Valur og félagar sem standa svo vel að baki formanninum ættu ekki heldur að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir ætli að fylgja flokknum sínum!!

Fundurinn skilaði þeim árangri einum að áfram á að ræða ágreininginn. Það er ekki niðurstaða og alls ekki til að minnka deilurnar innan stjórnarinnar. Það hefur marg oft komið fram í viðtölum við þau þremenningana og reyndar tvo af ráðherrum ríkisstjórnarinnar einnig, að deilan snýst fyrst og fremst um ESB aðlögunarferlið. Eftir hvern fundinn af öðrum hjá VG, kemur formaðurinn og segir að af sjálfsögðu sé ágreiningur innan VG um það mál og fara þurfi yfir það betur. En ekkert gerist. Þetta endurtók sig eftir þennan fund einnig!! Og ekkert mun gerast!!

Það er magnað hvað formaður VG kemst langt á einu máli og hvað þingmenn VG eru tilbúnir að ganga langt vegna þessa sama máls: Hræðslu við að "hægri" flokkar komist til valda!!

Stjórnin hangir því saman á hræðslunni einni saman!!

 


mbl.is Fleiri að efast um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband