Banabiti Framsóknarflokks !!
28.12.2010 | 19:00
Það verður banabiti Framsóknar ef þeir fara í samstarf við Samfylkingu. Því miður eru þingmenn innan Framsóknar sem líta á að ekki megi setja aðildarviðræður við ESB í hættu með kosningum og því tilbúnir að styðja Samfylkinguna á þeirri vegferð, auk þess eru einnig í hópi þingmanna Framsóknar menn sem sjá "stólana" í hyllingum! Það er því ekki nein fjarstæða að af þessu samstarfi gæti orðið.
Vonandi metur formaður flokksins þó málið rétt og hafnar þessu samstarfi. Það þarf ekki að hugsa lengra aftur í tímann enn tæp tvö ár, eða til þess tíma er Framsókn studdi minnihlutastjórn SF og VG. Þá setti Framsóknarflokkurinn fá en skýr skilyrði fyrir þeim stuðningi. Ekki var staðið við neitt af þeim skilyrðum, þau voru öll brotin! Heilindi er ekki hátt skrifuð innan Samfylkingar!!
Þó Birkir Jón kannist ekki við að við þá hafi verið rætt er deginum ljósara að slíkt hefur verið gert. Það þarf ekki neinn snilling til að sjá að allt frá sögulegri atkvæðagreiðslu um fjárlög hafa verið látlausar árásir á þá þingmenn VG sem stóðu á sinni sannfæringu og fylgdu stefnu flokk síns. Þær árásir hafa verið bæði frá þingmönnum SF sem og þeim þingmönnum VG sem fylgja formanni sínum til heljar. Ef ekki væri verið að ræða við aðra flokka um samstarf væru þessar árásir gjörsamlega út í hött!! Því er líklegra að viðræður hafi staðið yfir frá því fyrir þessa atkvæðagreiðslu.
Ef Framsókn fer í samstarf við SF mun flokkurinn verða alger hækja í því samstarfi. Þetta mun verða flokknum ofviða og hans banabiti!!
![]() |
Hefur verið rætt við Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega yrði það dauðadómur yfir nokkrum heiðarlegum Framsóknarmönnum að fara í stjórn með flokki sem enginn getur unnið með og svíkur allt og alla, en mér er sama um landsöluliðið í Framsókn. Vonandi falla ekki heiðarlegir menn og konnur innan Framsóknar fyrir þessu.
Elle_, 28.12.2010 kl. 21:05
Því miður eru meiri líkur en minni á að gamla klíkan innan Framsóknar hafi enn tögl og haldir innan þingliðsins. Í þeirra augum er ESB glýja.
Það væri mikil gæfa fyrir flokkinn ef það fólk sem sýnt hefur skynsemi næði völdum og gæti staðið gegn þessu rugli.
Gunnar Heiðarsson, 28.12.2010 kl. 21:20
Ég ætla að leyfa mér að trúa á Sigmund,eftir alla baráttu hans Eyglóar og Vigdísar,gegn Icesave og esb í 2 ár. Þau hafa tækifæri að reka af Framsókn slyðruorðið og geta því sest í nýja ríkisstjórn, nánast "óflekkuð" fyri utan hve það gæfi þeim mikið að vinna að nýju Íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2010 kl. 22:14
Ég er sammála Helgu, nema vil bæta Höskuldi, Gunnari Braga og Sigurði Inga við, ef ég skil þá sem andstæða EU-hrollvekjunni.
Elle_, 29.12.2010 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.