Enn einn dómur á glæpafyrirtækin !!

Enn einn dómur hæstaréttar gegn glæpafyrirtækjunum sem kalla sig banka og lánastofnanir. Glæpafyrirtækjum sem starfa undir vernd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hvenær verða þeir menn sem stjórna þessum fyrirtækjum dregnir til ábyrgðar?!

Hvenær eiga stjórnendur banka og lánastofnana að bera ábyrgð?!  Menn sem fá tíföld laun verkafólks, vegna þeirrar miklu ábyrgðar sem þeir bera!!

Þessir stjórar sitja sem fastast og engum dettur í hug að hrófla við þeim, þó marg oft sé búið að dæma þá fyrir brot á Íslenskum lögum. Það er hætt við að verkamaðurinn væri settur í járn og dreginn fyrir dómara fyrir minni sakir. Jafnvel þó þær næðu ekki tíu prósentum af þeim skaða sem bankar og lánastofnanir hafa ollið mörgum viðskiptavini sínum með lögbrotum sínum!!

Íslenskt réttarfar er ekki alveg að gera sig!!

 


mbl.is Sigur kom nábítum ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er margbúið að fá staðfestingu á að bófaforingjarnir og undirsátar þeirra í þessum glæpahringjum brutu lög. Það stendur hins vegar eitthvað á ákæruvaldinu. Kannski þarf prinsinn að koma og vekja það með einhvers konar kossi!

Örn Gunnlaugsson, 20.12.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband