Villifressið orðið að litlum saklausum kettling
20.12.2010 | 20:22
Ögmundur Jónasson komst á þing vegna staðfestu og harðfylgis í samningamálum sinna umbjóðenda í BSRB. Þar sat þessi fyrrum fréttamaður sem formaður þeirra samtaka og flutti mál þeirra af miklu harðfylgi. Vegna þessa komst hann á þing!
Sem stjórnarandstöðuþingmaður átti hann oft góða spretti og gagnrýndi hiklaust allt sem ekki féll að hans hugsjónum, flutti oft miklar ræður þar sem hann skammaði mann og annan.
Allir vita að Ögmundur hefur verið talinn næstur eftir Steingrími í metum innan VG, jafnvel svo að hann hefur jafnvel verið ögrun við formannin. Því var nauðsynlegt fyrir Steingrím að láta hann fá stól í "hinni einu sönnu vinstristjórn" þegar hún var stofnuð. Hann varð að fá Ögmund til að kyngja aðildarumsókn ESB.
Áfallið kom svo haustið 2009, þegar Ögmundur gekk úr stjórn, vegna icesave deilunnar. Í raun sprakk stjórnin þá, en kjarkur Ögmundar var þó ekki meiri þegar á hólminn var komið, að hann gaf út þá yfirlýsingu að hann myndi styðja ríkisstjórn Jóhönnu, þrátt fyrir að hann gæti ekki sætt sig við vinnubrögð stjórnarinnar!
Nærri ári seinna var honum boðinn stóll á ný, sem hann þáði.
Nú segir Ögmundur að hann sé ekki sáttur við starfsaðferðir stjórnarinnar, ekki frekar en hingað til. EN hann er ráðherra og því greiðir hann atkvæði með stjórnarfrumvörpum, þá ósáttur sé. Honum finnst eðlilegt að aðrir þingmenn, félagar hans, sleppi því að greiða. Að það sé ekki vantraustsyfirlýsing.
Það er sem sagt hægt að vera á móti stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar en styðja hana samt!!
Gunguskapur Ögmundar lýsir sér best í þessu. Hann hafði öll spil á hendi sér, en hefur kastað þeim frá sér. Hann hefur skipað sér á bekk með formanni flokksins sem aftur hefur sagt skilið við flokkinn!! Þeir félagar hafa því í raun sagt sig úr flokknum, eða eins og Ögmundur bendir sjálfur á í þessu viðtali þá voru Lilja, Ásmundur og Atli einungis að fara eftir stefnu flokksins. Það segir að aðrir þingmenn, að Ögmundi meðtöldum, greiddu atkvæði gegn eigin flokki!!
Ráðherrar jafnt sem þingmenn þurfa að átta sig á því að fylgi sitt fá þeir frá fólkinu í landinu. Þeir bjóða sig fram fyrir flokka eða stjórnmálasamtök, sem standa fyrir ákveðin gildi. Fyrri störf einstakling hafa síðan áhrif á hversu vel kjósendur treysta þeim til að flytja mál flokksins og standa fyrir þau gildi sem þeim er treyst fyrir. Það verður vart sagt um Steingrím að hann hafi staðið sig vel í þessu, eftir að hann fór í "samstarf" við Samfylkingu. Nú viðurkennir Ögmundur að hann sé ekki heldur að vinna fyrir sinn flokk!!
Því er gjarnan haldið á lofti að þegar tveir flokkar fara í stjórnarsamstarf þurfi að gefa eftir, enginn geti ætlast til að ná fram öllum sínum málefnum. Mikið rétt, en þetta stjórnarsamstarf er ólíkt öllum öðrum að því leyti að annar flokkurinn fær öll sín mál fram en hinn engin. Þetta væri svo sem ekki alslæmt ef þessir flokkar væru nálægt hver öðrum í pólitík, því er þó ekki að heilsa nú. Ólíkari stjórnmálaflokka er vart hægt að hugsa sér, það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að báðir vilja telja sig vinstri flokk. Stefnumál þeirra er eins ólík og mest getur verið!!
Oft var því haldið á lofti þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í stjórn, að Framsókn næði fram of miklu af sínum málefnum miðað við fylgi. Staðreyndin var að þessir flokkar unnu saman og báðir gáfu eftir, ólíkt því sem núverandi stjórnarflokkar gera. Þar ræður annar og hinn fylgir með!!
Það undarlegast er þó að sá flokkurinn sem dregur, beið afhroð, en hinn sem lætur teyma sig var óumdeilanlega sigurvegari, í síðustu kosningum.
Hjáseta kom ekki til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.